Hann dó með bros á vör

„Ég má gráta og ég má hlæja og þótt ég …
„Ég má gráta og ég má hlæja og þótt ég sé ekkja þá má mér finnast gaman. Nú er ég komin á þann stað að ég er tilbúin að halda áfram með lífið, þótt auðvitað söknum við Kidda,“ segir Kristín Þórsdóttir. mbl.is/Ásdís

Stína er ein af þess­um kon­um sem manni finnst geta staðið und­ir heit­inu kven­skör­ung­ur. Með eld­rautt sítt hár og bros á vör opn­ar hún dyrn­ar og býður blaðamanni inn í hlýj­una. Lífið hef­ur ekki farið mjúk­um hönd­um um hana en hún gefst ekki upp þótt móti blási. Eft­ir lát eig­in­manns­ins Kidda hef­ur Stína gengið í gegn­um erfiða sorg­ar­tíma. Með góðri hjálp og dugnaði er hún kom­in út úr mesta svart­nætt­inu. Nú reyn­ir Stína að lifa líf­inu eins og Kiddi henn­ar hefði viljað, að hafa gam­an af líf­inu og nýta hverja stund því eng­inn veit hvenær kallið kem­ur.

Frá­bært, ég hef fimm ár

Sjötti apríl 2006 líður Stínu seint úr minni en þann dag greind­ist Kiddi fyrst með æxli í heila, þá 24 ára gam­all. Stína var þá 21 árs og áttu þau eitt ungt barn, frumb­urðinn Ísak Þór.
„Þetta var góðkynja heila­æxli og við tók aðgerð þar sem tekið var sýni og svo átti bara að bíða og sjá til. En ári síðar hafði æxlið stækkað og hann fór í aðra aðgerð og þá kom í ljós að þetta var orðið að krabba­meini. Þá fór hann í þrjá­tíu skipti í geisla og svo í átta mánaða lyfjameðferð. Árið 2009 feng­um við svo að vita að æxlið væri horfið. Lækn­arn­ir skildu það ekki því þeir höfðu ekki haldið að Kiddi fengi lang­an tíma.“

Stína seg­ir Kidda alltaf hafa verið já­kvæðan og lífs­glaðan, sama hvað á dundi.

„Þegar ég horfi til baka finnst mér eins og hann hafi vitað að hann myndi ekki lifa lengi. Hann ætlaði að nýta allt úr þessu lífi. Þegar hann greind­ist fyrst kom hann upp í vinnu til mín á miðjum degi og sagði: „Æ, þetta er kannski dá­lítið ljótt orð en ég er kom­inn með heila­æxli.“

Ég fékk auðvitað sjokk en hann sagði mér að slaka á. Sem bet­ur fer ákváðum við að gúggla ekki heila­æxli held­ur hlusta bara á það sem lækn­ir­inn segði. Ann­ars hefði ég kom­ist að því að þessi teg­und myndi koma aft­ur. Við átt­um al­veg góða tíma frá 2009 til 2014 en þá var mig farið að gruna að það væri eitt­hvað í gangi,“ seg­ir Stína.

„En þarna á milli geisla- og lyfjameðferðar­inn­ar árið 2007 vildi Kiddi vita hvað hann myndi lifa lengi og lækn­ir­inn sagði í mesta lagi fimm ár. Flest­ir hefðu sagt, guð minn góður, ég hef bara fimm ár, en hann svaraði þá, „frá­bært, geggjað, ég hef fimm ár!“ Og hann var virki­lega að meina það,“ seg­ir hún og bros­ir.

Betra að vera ein með tvö börn

„Á þeim tíma­punkti var ég heltek­in af því að ég vildi ekki vera ein með eitt barn og vildi ég að Ísak Þór myndi eign­ast systkini,“ seg­ir hún og út­skýr­ir að þeim var ráðlagt að frysta sæði vegna þess að Kiddi yrði lík­lega ófrjór af lyfj­un­um.

„Svo þegar við fór­um í Art Medica til þess að frysta sæði vor­um við spurð hvort við vær­um að spá í barneign­ir í framtíðinni. Og ég svaraði: „já, núna!“ Kiddi horfði á mig hissa en ég sagði hon­um að ég ætlaði ekki að vera ein með eitt barn. Hann sagði þá: „hún ræður þessu, ég er að fara að drep­ast“,“ seg­ir Stína og skelli­hlær.

„Þarna var ég 23 ára og búin að ákveða að ég ætlaði ekki að vera ein með eitt barn, held­ur tvö, það væri miklu betra,“ seg­ir hún og hlær enn meir.

„Þannig að í staðinn fyr­ir að frysta sæði fór ég beint í tækni­frjóvg­un sem heppnaðist í fyrstu til­raun. Ég segi stund­um að við höf­um verið sam­an á meðgöngu, ég ólétt og hann í lyfjameðferð. Hann kláraði lyfjameðferð í októ­ber, sama mánuði og dótt­ir okk­ar Agla Björk fædd­ist,“ seg­ir Stína og lýs­ir því að þegar komið var að fæðingu hafi hún leyft Kidda að sofa sem mest því hann var mjög veik­ur. Hún vildi að hann safnaði kröft­um til þess að vera viðstadd­ur sjálfa fæðing­una. Hún var því ein í hríðunum og gekk um gólf. Á sömu stofu var annað par. Eig­inmaður­inn þar var al­deil­is hissa á þessu; að Kiddi skyldi bara sofa og ekki styðja við konu sína sem væri nán­ast kom­in að fæðingu.

„Ég hélt að hann myndi hjóla í Kidda. Ég sá svip­inn á hon­um. Hann var far­inn að bjóða mér aðstoð, þar til ég sagði hon­um sann­leik­ann, að Kiddi væri að klára erfiða lyfjameðferð,“ seg­ir hún.

„Maður hugs­ar eft­ir á, hvernig datt okk­ur í hug að eign­ast annað barn, en það er þannig að þegar maður fær svona frétt­ir, að það sé ekki langt eft­ir, skipt­ir mestu máli að lifa. Að ein­blína ekki á dauðann held­ur hvað maður get­ur gert í líf­inu.“

Stína seg­ir að hún hafi oft verið með mikl­ar áhyggj­ur af framtíðinni en að Kiddi hafi alltaf verið já­kvæður og lifað í nú­inu.

„Fras­inn hans var, lífið er frá a-ö, það er bara mis­jafnt hvað er lang­ur tími á milli. Hvað ætl­ar þú að gera? Ætlar þú að vera með áhyggj­ur af ein­hverju sem ger­ist kannski eða ætl­ar þú að lifa líf­inu núna?“

Þessi fjölskyldumynd var tekin árið 2016. Kiddi var þá orðinn …
Þessi fjöl­skyldu­mynd var tek­in árið 2016. Kiddi var þá orðinn mjög veik­ur, þótt það sæ­ist ekki utan á hon­um. Hér eru þau hjón með börn­in þrjú, Ísak Þór, Öglu Björk og Bóas Örn. mbl.is/Á​sdís

Fannst þetta ekki vera Kiddi

Síðustu tvö ár í lífi Kidda voru öll­um ákaf­lega erfið. Blaðamaður tók ein­mitt viðtal við Stínu haustið 2016 en þá voru Hress­leik­arn­ir í Hafnar­f­irði haldn­ir til þess að styðja við bakið á fjöl­skyld­unni fjár­hags­lega. Í því viðtali sagði Stína að hún vildi nota tím­ann sem eft­ir væri til þess að vera sam­an og búa til góðar minn­ing­ar. Stína vildi ekki að Kiddi væri með í viðtal­inu og sagði mér þá í trúnaði að heilakrabb­inn hefði breytt per­sónu­leika hans. Ég spyr hana því nú hvort þeim hafi tek­ist að búa til góðar stund­ir eða hvort þetta hafi verið erfiðara en hún átti von á.

„Þetta var þúsund sinn­um erfiðara. Það var mjög ruglað að ég varð hrein­lega öf­und­sjúk þegar ég heyrði að ein­hver ætti að deyja úr ristil­krabba eða ein­hverju öðru, en þarna var þetta komið í fram­heil­ann og ef þú gúggl­ar fram­heilaskaða og marg­fald­ar með hundrað, ertu kom­in með út­kom­una hans Kidda,“ seg­ir hún.

„Ég var far­in að greina svo mikl­ar per­sónu­leika­breyt­ing­ar áður en hann greind­ist aft­ur. Síðasta árið var ég far­in að tala um Kristján Björn, því mér fannst þetta ekki vera Kiddi, þótt ein­staka sinn­um glitti í hann. Hann höndlaði mjög lítið og gat ekki verið mikið inn­an um börn­in. Hann var far­inn að sýna hegðun sem hafði aldrei verið í hans karakt­er. Við þurft­um að taka ákvörðun í nóv­em­ber 2016 um að hann færi annað,“ seg­ir hún og út­skýr­ir að þau hjón hafi áður skoðað sam­an vel á net­inu af­leiðing­ar fram­heilaskaða.

„Kiddi hafði beðið mig um að lofa sér því að ef hann yrði skap­vond­ur og myndi fara að gera eitt­hvað fá­rán­legt sem hann myndi aldrei gera venju­lega, að gefa sér lyf svo hann fengi að deyja eða hann myndi labba í sjó­inn. Hann hrædd­ist mest að verða ein­hver ann­ar en hann var. Svo þegar það gerðist, þá áttaði hann sig ekki á því sjálf­ur. Hann var far­inn að sækja mikið bar­inn og þá þurfti ég að setja hon­um regl­ur um að hann mætti ekki koma heim til okk­ar barn­anna, en hann gisti þá hjá for­eldr­um. Hann hafði sagt við mig áður: „Und­ir öll­um kring­um­stæðum, sama hvernig ég verð, viltu alltaf taka börn­in fram yfir mig. Viltu alltaf hugsa um þau fyrst.“ Þetta var svo erfitt, að velja á milli hans og barn­anna; mig langaði að vera með hon­um en mig langaði ekki að vera með hon­um af því þetta var ekki hann. Það sást ekk­ert endi­lega utan á hon­um hversu veik­ur hann var,“ seg­ir hún og bæt­ir við að erfitt hafi verið að finna viðeig­andi stað fyr­ir Kidda.

„Það er eng­inn staður á Íslandi fyr­ir ungt fólk með fram­heilaskaða, hvort sem það er af völd­um krabba­meins eða slysa. Ég fór á fund með hell­ingi af lækn­um og Vig­fúsi presti til þess að finna ein­hver úrræði því það var svo mikið álag fyr­ir fjöl­skyld­una að sinna ein­stak­lingi sem er ekki í lagi í koll­in­um. Það var hægt senda hann á heila­bil­un­ar­deild á hjúkr­un­ar­heim­ili, en hann var 35 ára! Það er ekki í lagi. Það var Val­gerður [Sig­urðardótt­ir, yf­ir­maður á líkn­ar­deild] sem bjargaði lífi okk­ar og tók hann þangað inn og gaf hon­um lyf til þess að róa hann niður. Þar gat hann verið í hvíld­ar­inn­lögn, en hann var ekki sátt­ur og strauk. Hann fór líka á heilsu­hælið í Hvera­gerði og strauk þaðan og aft­ur á líkn­ar­deild og strauk. Hann var bara alltaf að strjúka!“ seg­ir hún og hlær.

„En auðvitað skil ég það vel, að vilja ekki vera hent inn á stofn­un 35 ára. Það endaði þannig að hann flutti heim til for­eldra sinna áður en hann endaði á líkn­ar­deild, því hann höndlaði ekki áreitið sem fylg­ir því að eiga þrjú börn. Mjög virk börn.“

Brúðkaup­saf­mæli á líkn­ar­deild

Næstu mánuði lifði hún í þess­ari óvissu um hvenær hann myndi deyja. Fyrst var talið að hann myndi ekki ná jól­um 2016, svo var talið að hann myndi ekki ná ferm­ingu son­ar­ins vorið 2017.

„Ferlið var svo langt og biðin svo löng. Hann fór svo inn á líkn­ar­deild í maí og dó 19. júlí. Ég bjó inni á líkn­ar­deild og krakk­arn­ir voru þarna mikið en maður þurfti að sinna þeim líka. Þarna var ég að deyja úr sam­visku­biti að geta ekki verið nóg með hon­um,“ seg­ir hún en bæt­ir við að hún sé hepp­in með fjöl­skyldu sem stóð þétt við bakið á henni og hjálpaði heil­mikið með börn­in svo hún gæti vakað yfir Kidda.

„Þegar maður er búin að vera ást­fang­in af manni í fimmtán ár og sér hann breyt­ast svona þarf maður að taka ákv­arðanir en fær svo móral að vera ekki að gera nóg. Og móral yfir að hugsa að von­andi færi þetta að klár­ast, ég gæti ekki meir. Þetta var svo brenglað og svo mikið álag fyr­ir mig og krakk­ana. Við þurft­um að horfa upp á hann missa allt sitt, hann var al­veg far­inn. Það er ekk­ert líf,“ seg­ir hún.

„Hann sofnaði svo 6. júlí en hann hafði skrifað und­ir skjal um að ekki ætti að halda hon­um á lífi með nær­ingu ef svo færi,“ seg­ir Stína.

„Tíu ára brúðkaup­saf­mæli okk­ar 14. júlí var skelfi­leg­ur dag­ur. Hann veinaði af sárs­auka og leið svo illa, þrátt fyr­ir að vera á morfíni. Þetta var hræðilegt. Við höfðum alltaf talað um að end­ur­nýja heit­in okk­ar eft­ir tíu ár, í fjör­unni hjá Stokks­eyri og þetta átti að vera svo róm­an­tísk­ur dag­ur. Í staðinn var þetta dag­ur­inn sem ég hélt að Kiddi myndi deyja. Svo dó hann í þrjár mín­út­ur og ég hélt í hönd­ina á hon­um. Allt í einu dreg­ur hann djúpt and­ann aft­ur og lifn­ar við og við vor­um al­veg, hvað er að ger­ast? Ég sagði hon­um að hann mætti fara, hann þyrfti ekki að berj­ast um leng­ur. Lík­lega hef­ur hann orðið heila­bilaður eft­ir þetta því hann kvald­ist ekki meir. Svo nokkr­um dög­um síðar gerðist þetta aft­ur, hann hætti að anda í nokkr­ar mín­út­ur og var dá­inn, en lifnaði svo aft­ur við. Þá fékk ég tauga­áfall. Maður var búin að kveðja,“ seg­ir hún.

„Svo næsta dag, 19. júlí, fer mamma inn til hans. Þarna vor­um við orðin svo langþreytt. Mamma hringdi þá í mig og sagði mér að koma, en ég var þá stödd á kaffi­stof­unni á líkn­ar­deild. Hún sagði að það væri eitt­hvað að ger­ast. Ég fór inn til hans og horfði á hann taka síðasta and­ar­drátt­inn. Við sát­um þarna ég og mamma og syst­ir hans og horfðum á hann og okk­ur til skipt­is. Svo bara grenjuðum við úr hlátri. Syst­ir mín kom þá inn og sá að Kiddi var dá­inn og við að hlæja. Það var eins og hann hefði ætlað að fara þegar eng­inn væri þarna, en oft var stof­an hans full af fólki. Hann dó með glott á vör­um, al­veg eins og hann væri að hlæja að okk­ur þannig að við hlóg­um bara, þar til við áttuðum okk­ur á því að hann væri dá­inn í al­vöru. Þá grét­um við. Grát­ur og hlát­ur er bara sitt hvor end­inn á sömu til­finn­ingu. En það var gott að hann kvald­ist ekki þegar hann dó og hann fór með bros á vör,“ seg­ir Stína.

„Ég ákvað að ég mætti setja mig í fyrsta sæti …
„Ég ákvað að ég mætti setja mig í fyrsta sæti og finna út hver ég væri, án Kidda. Hver er Stína, ekki Stína hans Kidda? Þótt það hljómi svo væmið, þessi frasi að finna sjálf­an sig, þá er það svo rétt. Ég var svo týnd, búin að tapa kjarn­an­um mín­um.“ mbl.is/Á​sdís

Setti mig sjálfa í fyrsta sæti

Stína seg­ir það hafa verið mik­inn létti að geta ein­beitt sér al­farið að því að sinna börn­un­um eft­ir lát Kidda. Hún dreif sig í úti­legu með börn­in þrem­ur dög­um eft­ir jarðarför­ina.

„Í úti­leg­unni var gott að segja sög­ur af Kidda, hlæja og gráta og muna hvað hann hefði verið dá­sam­leg­ur. En svo um haustið þegar skól­inn byrjaði hjá krökk­un­um og lífið tók við, krassaði ég. Eða kannski frek­ar varð ég al­veg dof­in. Ég fann ekki gleði, ekki sorg, ég bara var. Ég komst að því síðar að þetta væri ein­kenni áfall­a­streiturösk­un­ar. Lík­am­inn hrundi og ég fékk vefjagigt,“ seg­ir hún.

Hún komst inn á Reykjalund í des­em­ber sama ár og var sett á gigt­ar­svið, sem henni fannst fá­rán­leg til­hugs­un. „Þarna var ég 33 ára ekkja með þrjú börn og gigt! Mér fannst bara lífi mínu lokið, ég væri hundrað ára. Þá áttaði ég mig á því að ég var ekki búin að hugsa um sjálfa mig í mörg ár,“ seg­ir hún.

„Ég ákvað þarna að það væri kom­inn tími til að setja mig í fyrsta sæti. Ef ég ætlaði að vera til staðar fyr­ir börn­in mín þyrfti ég að vera í lagi. Þegar mömm­unni líður ekki vel, líður eng­um vel.“

Stína, sem hafði starfað sem hársnyrt­ir alla tíð, hafði tekið hlé á vinnu tveim­ur árum áður en Kiddi dó til þess að hugsa um hann og börn­in á þess­um erfiðu tím­um. Eft­ir lát hans vissi hún ekki hvort hún vildi snúa til baka í hár­greiðsluna.

„Ég ætlaði að fara beint að vinna eft­ir að hann dó en svo áttaði ég mig á því að mig langaði ekki að fara aft­ur að klippa, þótt mér hafi alltaf þótt það gam­an. En ég hugsaði, ég ætla að fara að gera eitt­hvað allt annað; ég var búin að sjá að lífið er allt of stutt. Kiddi hafði alltaf verið að hvetja mig til þess að fara að læra eitt­hvað annað en mér fannst það svo óá­byrgt, með þrjú börn. En svo ákvað ég bara að vera óá­byrg þegar ég var ein með þrjú börn!“ seg­ir hún og hlær.

Stína gaf sér góðan tíma til þess að vinna úr sorg­inni og vinna í sjálfri sér bæði and­lega og lík­am­lega. Þá kom hug­mynd frá vin­konu að fara á kynn­ing­ar­fund um markþjálf­un. „Ég gekk út af fund­in­um og hugsaði, vá, þetta er það sem ég ætla að gera! Að hjálpa fólki að efla sína styrk­leika og vaxa. Þarna var ég kom­in með stefnu og ég skilaði lykl­un­um að hár­greiðslu­stof­unni,“ seg­ir hún.

Á svipuðum tíma fékk hún skila­boð frá ann­arri vin­konu hvort þær ættu ekki að skella sér í kvenna­ferð til Asor­eyja, í jóga- og sjálfs­styrk­ing­ar­ferð.

„Ég hugsaði, jú, það er mjög ábyrgt af mér að fara bara til Asor­eyja í ell­efu daga frá börn­un­um mín­um, eða þannig! En svo hugsaði ég bara, ég fer! Sem bet­ur fer var Kiddi líf­tryggður og ég gat borgað inn á lánið okk­ar og borgað skuld­ir og átti smá vara­sjóð. Ég ákvað að nýta það til þess að byggja mig upp, kannski var það það sem ég þurfti,“ seg­ir Stína.

Nokkr­um dög­um eft­ir að hún hóf námið í markþjálf­un fór hún í ferðina. „Ég ákvað að ég mætti setja mig í fyrsta sæti og finna út hver ég væri, án Kidda. Hver er Stína, ekki Stína hans Kidda? Þótt það hljómi svo væmið þessi frasi að finna sjálf­an sig, þá er það svo rétt. Ég var svo týnd, búin að tapa kjarn­an­um mín­um.“

Hún seg­ir ferðina hafa verið ná­kvæm­lega það sem hún þurfti. „Þarna voru ynd­is­leg­ar kon­ur á öll­um aldri og það var slakað á og ég náði að meðtaka það sem ég hafði gengið í gegn­um. Svo eru Asor­eyj­ar fal­leg­asti staður sem ég hef komið til. Þarna fann ég að mér mætti finn­ast gam­an; ég hafði verið í sorg og fannst ég ætti að vera í sorg. En ég áttaði mig á að Kiddi hefði ekki viljað að mér þætti ekki gam­an. Þarna hugsaði ég, ég ætla að taka Kidda á þetta. Lifa fyr­ir dag­inn í dag og gera það sem mér fannst gam­an. Þegar ég kom til baka fannst mér eins og hefði birt til. Þetta breytti mér gjör­sam­lega. Ferðin var vendipunkt­ur á mín­um bata­ferli.“

Sjálfs­mynd og kyn­heil­brigði

Stína kláraði markþjálf­un­ar­nám í Evolvia og er nú í fram­halds­námi sem hún klár­ar næsta vor. Hún fékk ACC-rétt­indi hjá alþjóðleg­um markþjálfa­sam­tök­um nú í vik­unni. Stína stofnaði ný­verið fyr­ir­tækið Eld­móður markþjálf­un og er strax kom­in með viðskipta­vini og fer einnig í fyr­ir­tæki.

„Ég er að koma mér af stað í þessu, og fór líka í haust í braut­ar­gengi kvenna í Ný­sköp­un­ar­miðstöð Íslands, af því að ég kann ekk­ert að reka fyr­ir­tæki, þannig að ég tók eina önn í því. Svo er ég að fara af stað með eitt ástríðuverk­efni sem er að tala um sjálfs­mynd og kyn­heil­brigði við ung­linga, fara í fram­halds­skóla og grunn­skóla. Ég fer í fyrsta skól­ann núna í janú­ar­lok og vona að fleiri skól­ar óski eft­ir því að ég komi. Þetta er bland af for­varna­fræðslu og markþjálf­un en þarna er ég að tala um reynslu mína en ég var ung­ling­ur með skerta sjálfs­mynd. Ég hefði þurft að heyra þetta þegar ég var sex­tán ára,“ seg­ir hún.

Mér má finn­ast gam­an

Stína not­ar sára lífs­reynslu til góða og seg­ist verða að finna til­gang með dauða Kidda.
„Það skipt­ir svo miklu máli að fræða. Og ef það er hægt að nýta reynsl­una til góðs er það þess virði. Ég vil ekki detta í fórn­ar­lambs­hlut­verkið. Ég á auðvitað slæma daga þar sem ég vil ekki fara fram úr. En þeir eru orðnir miklu færri. Maður þarf að finna til­gang í hlut­un­um. Ég á þrjú börn og vil vera fyr­ir­mynd fyr­ir þau og ég reyni að tala mikið um pabba þeirra, það góða. Ég er kom­in á góðan stað núna með sjálfa mig og börn­in mín; það hef­ur mikið breyst á síðustu mánuðum.“

Er framtíðin björt?

„Já. Af því að ég er búin að sjá á einu ári hvað maður gert mikið með því að vinna í hlut­un­um og vinna í sjálf­um sér. Ég er búin að finna Andagift sem nær­ir sál­ina og ég gef sjálfri mér rými til þess að finna alls kon­ar til­finn­ing­ar. Ég má gráta og ég má hlæja og þótt ég sé ekkja þá má mér finn­ast gam­an. Nú er ég kom­in á þann stað að ég er til­bú­in að halda áfram með lífið, þótt auðvitað sökn­um við Kidda. Draum­ur okk­ar barn­anna er að kaupa lóð uppi í sveit og byggja lít­inn kofa og fara að rækta tré. Við erum að safna klinki. Það er svo gam­an að stefna að ein­hverju sam­an. Þetta tek­ur ör­ugg­lega hundrað ár, miðað við klinkið sem komið er í krukk­una,“ seg­ir Stína og hlær.

Spurð hvort hún vilji segja eitt­hvað að lok­um svar­ar Stína: „Ekki bíða með að gera eitt­hvað. Þú veist ekk­ert hvað þú hef­ur lang­an tíma.“

Viðtalið í heild er í Sunnu­dags­blaði Morg­un­blaðsins um helg­ina. 



Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert