Þriðjungur forstöðumanna lækkar í launum

Fjármála- og efnahagsráðuneytið í Arnarhvoli við Lindargötu.
Fjármála- og efnahagsráðuneytið í Arnarhvoli við Lindargötu. mbl.is/Golli

„Þessar vikurnar fara fram samtöl milli forstöðumanna og fulltrúa viðkomandi ráðuneyta. Fólk er að taka stöðuna, við erum ekki komin lengra en það,“ segir Margrét Hauksdóttir, starfandi formaður Félags forstöðumanna ríkisstofnana.

Eins og kom fram í Morgunblaðinu í gær tók nýtt matskerfi forstöðumanna ríkisstofnana gildi um áramótin. Forstöðumenn heyrðu áður undir kjararáð en fjármálaráðuneytið metur núna laun hvers og eins og um leið forsendur grunnmats starfa þeirra.

„Niðurstaða fjármálaráðuneytisins er að einn þriðju forstöðumanna lækkar í launum, einn þriðji stendur í stað og einn þriðji fær einhverja hækkun. Þetta er allt metið út frá eðli starfa og umfangs þeirra,“ segir Margrét í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert