Myndaði mús á strái

00:00
00:00

Óskar Long Ein­ars­son var á gangi við Gróttu þegar hann kom auga á mús sem hafði klifrað upp og sat á háu strái við göngu­stíg. Hann ákvað að stoppa og smella af nokkr­um mynd­um.

„Úr fjar­lægð sýnd­ist mér þetta vera smá­fugl en svo þegar ég at­hugaði þetta nán­ar sá ég að þetta var lít­il mús,“ seg­ir Óskar.

Hann seg­ir annað fólk hafa gengið þarna fram­hjá án þess að taka eft­ir henni, en þegar hann stoppaði og fór að taka mynd­ir gerðu það fleiri.

„Ég hef ekki séð neitt svona áður, mér fannst þetta svo­lítið merki­legt. Hún var þarna al­veg í dágóðan tíma og skaust ekk­ert í burtu á meðan við vor­um þarna ör­fáa metra frá.“

Ljós­mynd/Ó​skar Long Ein­ars­son
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert