Opið á skíðasvæðum víða um land

Gestir á skíðasvæðinu á Siglufirði. Þar er færi gott og …
Gestir á skíðasvæðinu á Siglufirði. Þar er færi gott og nýtroðinn snjór. Ljósmynd/Aðsend

Opið verður á skíðasvæðum víða um land í dag. Þetta er fyrsta helgi vetrarins  sem opið verður í Bláfjöllum og má búast við að þó nokkur fjöldi íbúa höfuðborgarsvæðisins leggi leið sína í fjallið, enda stillt og fallegt veður þó að frostið bíti kinn.

Opið verður í Bláfjöllum í dag frá kl 10-17. „Hér er núna -6°, 10 m/sek og bjart. Veðurspáin segir að vind mun lægja á milli 10 og 11 og þá detti í stafalogn,“ segir á Facebook-síðu skíðasvæðisins og eru gestir hvattir til að passa upp á að klæða sig vel.

Í Hlíðarfjalli verður opið frá 10-16 í dag og sami opnunartími verður á skíðasvæðinu á Siglufirði, en þar er að því er segir í tilkynningu færið mjög gott  og troðinn nýr snjór.

Þá verður skíðasvæðið Oddsskarði opið frá 11:00-15:00  dag. Þar eru troðnar leiðir um gil, syðri æfingabakka og í byrjendalyftu. Það er ekki göngubraut í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert