Undirbúningur botnrannsóknar hafinn

Vinna við undirbúning verkefnisins er hafin.
Vinna við undirbúning verkefnisins er hafin. Kort/Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið

Fjarskiptasjóður og Farice ehf. undirrituðu 21. desember þjónustusamning vegna ársins 2019 en félagið á og rekur fjarskiptasæstrengina FARICE-1 og DANICE sem tengja Ísland við Evrópu.

Með samningnum tekur Farice að sér m.a. undirbúning og framkvæmd botnrannsókna sem eru nauðsynlegur þáttur í undirbúningi lagningar á nýjum fjarskipta-sæstreng milli Íslands og Evrópu, að því er kemur fram í tilkynningu.

Einkaaðilar hafa um langt árabil kynnt áform um lagningu á sæstrengjum hingað til lands án þess að slíkum áformum hafi verið hrint í framkvæmd.

Vinna við undirbúning verkefnisins er hafin. Gert er ráð fyrir að rannsóknarskip ljúki kortlagningu sjávarbotns síðla sumars með það fyrir augum að heildstæð niðurstaða liggi fyrir fljótlega í kjölfarið.

Vinna sérfræðinga Farice felst m.a. í því að leita eftir, meta og nýta eftir atvikum fyrirliggjandi upplýsingar og gögn sem geta flýtt framkvæmd verkefnisins og stuðlað að hagkvæmni.

Ekki hefur verið tekin ákvörðun um næstu skref að botnrannsóknum loknum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert