Streitulaus griðastaður

Hlaup hreinsa og núllstilla hugann, sem er mikil sálubót. Meira …
Hlaup hreinsa og núllstilla hugann, sem er mikil sálubót. Meira þarf að fylgja svo lífið verði gott. mbl.is/Ómar Óskarsson

„Ég hef oft fundið á eigin skinni hve mikilvægt er að einfalda heimilið, dagskrána og allt sem fylgir því að reka heimili og eiga fjölskyldu,“ segir Gunnhildur Stella Pálmarsdóttir IIN-heilsumarkþjálfi. Ætla má að nú á fyrstu mánuðum nýs ár hafi margir reynt að finna leiðir til að einfalda heimilislífið, skipuleggja skápa, skúffur, dagatalið og annað eftir atvikum.

Sjálf minnist Gunna Stella, eins og hún kýs að kalla sig, þess að þegar hún var ófrísk að sínu fjórða barni árið 2015 hafi hún fengið nóg af öllu því lausadóti og óþarfa hlutum sem finna mátti á heimili fjölskyldunnar. Hún hafi því bókstaflega hringsnúist í kringum sjálfa mig.

„Við eigum heima í stóru húsi á tveimur hæðum og einhverra hluta vegna var þetta hús yfirfullt af dóti, leikföngum, húsgögnum, þvotti, þvotti og þvotti og öllu því sem fylgir stórri fjölskyldu. Mér fannst ég ekki gera neitt annað við tímann minn en vinna og laga til. Á þessum tíma hóf ég vegferð sem ég kalla einfaldara líf,“ segir Gunna Stella.

Sjá viðtal við Gunnhildi Stellu í heild í Morgunblaðinu sem kom út í gær.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert