Björguðu sundlaugargesti frá drukknun

Lágafellslaug. Mynd úr safni.
Lágafellslaug. Mynd úr safni. Ljósmynd/Facebook

Karlmaður á þrítugsaldri var hætt kominn í Lágafellslaug í Mosfellsbæ í kvöld þegar starfsfólk sundlaugarinnar bjargaði honum frá drukknun.

Atvikið átti sér stað um klukkan hálfátta í kvöld. Að sögn varðstjóra hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu var maðurinn að kafa en missti meðvitund. Sjúkrabíll var kominn á vettvang um tveimur mínútum eftir að útkall barst en þá hafði starfsfólkið komið honum upp á sundlaugarbakkann og hafið endurlífgun með hjartahnoði sem tókst.  

Varðstjóri slökkviliðsins segir í samtali við mbl.is að starfsfólkið hafi brugðist hárrétt við og staðið sig mjög vel. Líðan mannsins er stöðug.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert