Eðli höfundagreiðslna breytist

Lausleg áætlun gerir ráð fyrir að tekjutap ríkisins vegna þessara …
Lausleg áætlun gerir ráð fyrir að tekjutap ríkisins vegna þessara breytinga muni nema allt að 100 milljónum króna. mbl.is/Arnaldur Halldórsson

Fjármála- og efnahagsráðuneytið áformar að breyta skattalögum þannig, að höfundagreiðslur fyrir afnot af hugverki, sem viðurkennd rétthafasamtök innheimta, teljist til fjármagnstekna og verði skattlagðar þannig en ekki sem launatekjur.

Tilkynning um þessi áform hefur verið birt í samráðsgátt stjórnvalda. Er þar vísað til þess að í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar komi fram að hugað verði að breytingu á skattlagningu á tónlist, íslenskt ritmál og fjölmiðla.

Fyrsta skrefið snúi að bókum og síðan verði lagt til að hvers konar endurgjald til höfunda og rétthafa fyrir afnot af hugverki, að undanskildum höfundarlaunum, teljist til eignatekna/fjármagnstekna, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert