Óvenjulegt háttalag tveggja arna í Hveragerði

Suðurlandið er orðið ein helsta vetrarstöð arna hérlendis.
Suðurlandið er orðið ein helsta vetrarstöð arna hérlendis. mbl.is/Golli

Tveir ernir sáust hnita hringa yfir Hveragerði í rúman hálftíma síðdegis á laugardag.

Kristinn Haukur Skarphéðinsson dýravistfræðingur segir að þetta verði að teljast óvenjulegt.

„Það eru þó ernir víða á Suðurlandi þannig að þeir eru þarna í nágrenninu og hafa sést þarna í vetur. Svo voru náttúrulega einstök skilyrði á laugardaginn. Þeir eru þarna á þessu svæði allan veturinn, alveg frá Hveragerði og austur í Landbrot. Vetrarstöðvar þeirra hafa verið þar síðustu árin.“

Kristinn segir að ernirnir sæki helst í Suðurlandið vegna jarðvarmans sem þar er að finna.

„Það sem þeir eru að sækja í þarna fyrir austan eru hverir, lindár og opin svæði sem þeir komast í. Skammt frá Hveragerði er heilmikið af öndum og fiskum sem þeir geta klófest svo það er ekkert langt í æti fyrir þá. Suðurlandið er það svæði sem þeir eiga auðveldast með að lifa á inn til landsins.“

Guðjón Jensson, dvalargestur á Heilsuhælinu í Hveragerði, fylgdist með örnunum hnita yfir Hveragerði ásamt öðrum dvalargestum. „Við vorum nokkrir tugir sem fylgdumst með þessu og þetta var helsta umræðuefnið daginn eftir. Þetta þótti öllum sem á horfðu afar tilkomumikið að sjá. Hrafnar og aðrir fuglar létu lítið fyrir sér fara enda ástæða til að vera á varðbergi gagnvart þessum stóru ránfuglum.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert