Á morgun, þriðjudag, mun kvikmyndagerðarfólk á vegum Sagafilm hefja tökur á sjónvarpsþáttaröðinni 20/20 í Stykkishólmi. Fólkið verður þar við tökur fram til 13. mars.
Þetta kemur fram á vef Stykkishólmsbæjar en í Morgunblaðinu í dag segir Jakob Björgvin Jakobsson bæjarstjóri íbúa vera vana kvikmyndagerðarfólki í bænum og segir komu þess hafa góð áhrif á mannlífið.
„Þetta er skemmtilegt og lífgar upp á tilveruna. Þetta er auðvitað ekki hánnatími í ferðaþjónustunni svo þegar það kemur svona stór hópur, sem bókar upp hótelin, þá kemur ákveðin innspýting inn í ferðaþjónustuna líka.“