Umfangsmeiri skoðun kosninga

Persónuvernd hefur haft til skoðunar meðferð persónuupplýsinga vegna kosninganna 2016 …
Persónuvernd hefur haft til skoðunar meðferð persónuupplýsinga vegna kosninganna 2016 og 2017. Í haust var ákveðið að stækka umfang frumathugunarinnar vegna skýrslu um Cambridge Analytica. mbl.is/Eggert

Per­sónu­vernd ákvað í kjöl­far þess að hafa kynnt sér efnis­tök og aðferðir bresku koll­ega sinna við skoðun Cambridge Ana­lytica, að breikka efnis­tök frum­at­hug­un­ar stofn­un­ar­inn­ar vegna þing­kosn­ing­anna 2016 og 2017, þetta seg­ir Helga Þóris­dótt­ir, for­stjóri Per­sónu­vernd­ar, í sam­tali við mbl.is.

Skýrsla per­sónu­vernd­ar­stofn­un­ar Bret­lands, In­formati­on Comm­issi­oner‘s Office (ICO), kom út síðastliðið sum­ar.

„Þeir komust að hlut­um vegna Cambridge Ana­lytica sem er búið að gjör­bylta sýn per­sónu­vernd­ar­stofn­ana Evr­ópu á það hvað er í gangi á sam­fé­lags­miðlum og hvernig unnið hef­ur verið með per­sónu­upp­lýs­ing­ar með ólög­mæt­um hætti,“ seg­ir Helga.

Við lest­ur skýrsl­unn­ar kom í ljós að breiðari nálg­un þyrfti við at­hug­un stofn­un­ar­inn­ar í sam­bandi við kosn­ing­arn­ar 2016 og 2017. „Það sem við lærðum af þeirri skýrslu er að það eru miklu fleiri sem hafa aðkomu að þess­um mál­um en maður hélt. Það eru ýms­ir tengd­ir aðilar sem tengj­ast aug­lýs­ingaum­hverfi og öðru sem þarf nauðsyn­lega að skoða.“

Upp­haf­lega var lagt upp með að at­hug­un Per­sónu­vernd­ar myndi snúa að fé­laga­töl­um stjórn­mála­flokka og seg­ist for­stjór­inn ekki geta upp­lýst hvenær niður­stöður úr frum­at­hug­un Per­sónu­vernd­ar mun liggja fyr­ir.

„Við erum með mjög mörg þung og stór mál og við reyn­um ávallt að veita stærri mál­um for­gang, þannig að það er ekk­ert sem ég gert sagt um það á þessu stigi.“

Íslend­ing­ar ber­skjaldaðri

Spurð hvaða máli það skipt­ir að 91% Íslend­inga nota sam­fé­lags­miðla borið sam­an við 56% íbúa Evr­ópu­sam­bands­ins, seg­ir hún það vera ákveðið um­hugs­un­ar­efni.

„Þetta er staðreynd sem við erum að velta fyr­ir okk­ur og höf­um bent á að geri okk­ur þess þá held­ur ber­skjaldaðri held­ur en önn­ur sam­fé­lög, vegna gríðarlega mik­ill­ar notk­un­ar nets­ins og þeirr­ar staðreynd­ar að níu af hverj­um tíu full­orðnum nota sama sam­fé­lags­miðil,“ svar­ar Helga.

Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar.
Helga Þóris­dótt­ir, for­stjóri Per­sónu­vernd­ar. mbl.is/​Eggert
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka