Hefur farið á 52 tónleika með goðinu

Davíð Steingrímsson fylgist vel með Paul McCartney.
Davíð Steingrímsson fylgist vel með Paul McCartney.

Tónlistarmaðurinn Paul McCartney fer í tónleikaför til Ameríku í lok mars, byrjar í Chile og endar í Los Angeles 13. júlí.

„Ég verð hugsanlega í Bandaríkjunum, þegar tónleikarnir verða þar, og reyni að fá miða á tvenna eða þrenna tónleika en annars bíð ég bara eftir næsta túr í Evrópu,“ segir Davíð Steingrímsson, sem hefur farið á 52 tónleika með goðinu, síðast í Glasgow í Skotlandi 13. desember síðastliðinn.

„Áhuginn á Bítlunum er meðfæddur og sérstaklega á Paul,“ heldur Davíð áfram. Hann segir að þegar hann hafi verið sjö ára hafi hann farið akandi með föður sínum norður í land. „Hann spilaði Venus and Mars, nýútkomna plötu með Wings, alla leiðina fram og til baka og eftir það varð ekki aftur snúið. Ég féll algerlega fyrir hljómsveitinni og Paul, byrjaði að kaupa plöturnar og smátt og smátt tengdist ég Bítlunum.“

Áhugi Davíðs á tónlist Pauls hefur haldist óslitinn frá 1975. Hann segist alltaf bíða spenntur eftir hverri nýrri plötu enda leggi maðurinn sig alltaf vel fram. „Til að byrja með var „Let It Be“ lagið en sennilega er „Maybe I'm Amazed“ besta tónleikalagið hans.“

Sjá samtal við Davíð í heild á baksíðu Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert