„Ábyrgð okkar er mikil“

Ragnar Þór Ingólfsson (t.h.) segir mikla samheldni vera hjá stéttarfélögunum …
Ragnar Þór Ingólfsson (t.h.) segir mikla samheldni vera hjá stéttarfélögunum sem eiga nú í viðræðum við Samtök atvinnulífsins um nýja kjarasamninga. mbl.is/Hari

„Við erum að reyna allt sem við get­um til þess að ná sam­an við okk­ar viðsemj­end­ur, bæði stjórn­völd og SA, og erum að leggja ansi mikið í söl­urn­ar til að það tak­ist,“ seg­ir Ragn­ar Þór Ing­ólfs­son, formaður VR, í sam­tali við mbl.is um gang kjaraviðræðna. Hann seg­ir að reynt verði til þraut­ar að ná samn­ing­um.

„Ábyrgð okk­ar er mik­il í að reyna að ná þessu sam­an og við mun­um reyna það sem við get­um. Við höf­um nálg­ast þetta mjög lausnamiðað gagn­vart stjórn­völd­um og SA og mun­um halda því áfram,“ seg­ir Ragn­ar Þór og hann seg­ir að ef svo fari að samn­ing­ar tak­ist ekki verði það alla vega ekki af því að stétt­ar­fé­lög­in fjög­ur, sem vísuðu deilu sinni til rík­is­sátta­semj­ara, hafi ekki reynt. Ragn­ar Þór seg­ir mikið velta á aðkomu stjórn­valda.

„Það ætti að skýr­ast mjög fljót­lega hvort aðkoma stjórn­valda verði með þeim hætti að það sjá­ist til sól­ar. Það ætti ekki að taka neitt rosa­lega lang­an tíma í raun­inni, að finna til­finn­ing­una fyr­ir því hvort þetta sé eitt­hvað að fara að ger­ast eða ekki,“ seg­ir Ragn­ar Þór.

Mik­il sam­heldni hjá fé­lög­un­um

Vil­hjálm­ur Birg­is­son, formaður Verka­lýðsfé­lags Akra­ness, sagði við mbl.is fyrr í dag að hon­um þætti hægt ganga og að stétt­ar­fé­lög­in þyrftu að fara að sjá fljót­lega hvort deiluaðilar væru að fara að ná sam­an eða ekki og gaf því rúm­lega tveggja vikna tím­aramma, ell­egar myndu fé­lög­in slíta viðræðum og ræða við fé­laga sína um fram­haldið, þ.e. hvort gripið yrði til verk­fallsaðgerða.

„Ég get al­veg tekið und­ir það hjá Vil­hjálmi,“ seg­ir Ragn­ar Þór. „Við get­um ekk­ert verið að gefa þessu mikið lengri tíma held­ur en það, alla vega að sjá hvort við séum að nálg­ast eða ekki.“

Hann seg­ir mikla sam­heldni vera hjá stétt­ar­fé­lög­un­um fjór­um í þess­ari deilu. „Við erum gríðarlega „móti­veruð“ í verk­efnið. Það er von­andi að það fari að kom­ast meiri skriður á mál­in, þetta geng­ur of hægt, ég held að það séu all­ir sam­mála um það og að það sjái það all­ir,“ seg­ir Ragn­ar Þór.

Á fund­in­um í dag seg­ir Ragn­ar að rætt hafi verið um hug­mynd­ir SA um breyt­ing­ar á launa­kerf­um, að danskri fyr­ir­mynd, á hug­mynda­fræðileg­um nót­um. Næsti fund­ur í deil­unni verður á föstu­dag, frá kl. 9 til 12.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert