Dregið hefur úr aukningu heitavatnsnotkunar

Það hefur verið mjög kalt í veðrið undanfarna daga.
Það hefur verið mjög kalt í veðrið undanfarna daga. mbl.is/Kristinn Magnússon

Dregið hefur úr aukningu notkunar á heitu vatni úr hitaveitu Veitna á höfuðborgarsvæðinu frá því hún var mest í gær. Veitur hafa fengið góðar viðtökur við áskorun til íbúa um að fara vel með heita vatnið. Ekki er þó hægt að fullyrða að svo stöddu að aðgerðir viðskiptavina séu farnar að skila sér.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Veitum.

Þar segir jafnframt, að rennslið sé enn að aukast og þótt dregið hafi úr aukningunni gefi veðurspár til kynna að enn sé hætta á því að draga þurfi úr afhendingu á heitu vatni til stórra notenda undir lok vikunnar. Það séu notendur sem kaupa vatnið með afslætti og þeim skilmálum að draga megi úr afhendingu til þeirra við aðstæður sem þessar.

Aukinn viðbúnaður verður áfram hjá Veitum og tilmæli til fólks um að fara vel með heita vatnið standa enn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert