Rafræn skjöl sitja á hakanum

Fyrirmyndargangur. Allt flokkað, skráð og á sínum stað í Þjóðskjalasafninu
Fyrirmyndargangur. Allt flokkað, skráð og á sínum stað í Þjóðskjalasafninu mbl.is/Ómar Óskarsson

Rafræn skjalavarsla er skammt á veg komin og varðveislu tölvupósta ábótavant, samkvæmt könnun Þjóðskjalasafns sem gerð var árið 2017 meðal þeirra sveitarfélaga sem ber skylda til að afhenda skjöl sín til safnsins.

Ástand skjalamála er hins vegar yfir meðallagi hjá þeim skrifstofum sveitarfélaga sem könnunin náði til, að því er fram kemur í  Morgunblaðinu í dag.

Eiríkur G. Guðmundsson þjóðskjalavörður segir að athugunin hafi komið ágætlega út miðað við þá mælikvarða sem settir hafi verið á hið svonefnda „þroskastig“ skjalavörslunnar. „Helsti vandinn er hins vegar sá er að ekki hefur verið hugað markvisst að því að varðveita rafræn skjöl með skipulegum hætti,“ segir Eiríkur.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert