„Ég hef ekki enn hitt þann mann sem getur sagt mér hvað borgarlína er,“ sagði Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Miðflokksins, í umræðu um almenningssamgöngur og borgarlínu á Alþingi í dag.
„Á hátimbruðum auglýsingaskiltum lítur þetta út fyrir að vera jarðlest eða eitthvað slíkt en því fer fjarri. Samt hafa menn fengið sig kosna inn í borgarstjórn út á slík plaköt.
Hann sagði að það þyrfti að efla almenningssamgöngur á höfuðborgarsvæðinu og að það væri hægt að gera með meiri ferðatíðni.
Þorsteinn sagðist þurfa að stinga inn hugmynd sem hann hafi haft á lofti í nokkur ár en fáir tækju undir til að leysa vandann í umferðinni, hvort sem fólk er á einkabíl, strætisvagni eða öðru.
„Það er að gera Miklubraut að einstefnuakstursgötu til austurs frá Njarðargötu upp að Ártúnsbrekku og Sæbraut á sama hátt frá Snorrabraut að einstefnuakstursgötu til vesturs. Þarna væri hægt að koma fyrir sérakrein fyrir strætó og sjúkrabíla og allir myndu komast áfram.“