Dregur úr líkum á takmörkun á morgun

Veðurspáin gerir ráð fyrir að frostið herði á laugardag og …
Veðurspáin gerir ráð fyrir að frostið herði á laugardag og sunnudag. mbl.is/​Hari

Notkun á heitu vatni úr hitaveitu Veitna á höfuðborgarsvæðinu vex enn, en hægt. Miðað við veðurspár hefur dregið úr líkum á því að komi til takmörkunar á afhendingu vatns á morgun.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Veitum.

Veðurspáin gerir aftur á móti ráð fyrir að frostið herði á laugardag og sunnudag. Með því aukast líkur á að grípa þurfi til takmarkana á afhendingu þá. Þetta miðast við að ekkert beri út af í rekstri hitaveitunnar.

Áfram er grannt fylgst með þróun mála og hagsmunaaðilum haldið upplýstum, að því er segir í tilkynningunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert