Drög að frumvarpi til laga um breytingar á fjölmiðlalögum, sem fela í sér heimildir til að veita styrki í formi endurgreiðslu á hluta ritstjórnarkostnaðar einkarekinna fjölmiðla, hafa verið kynnt. Hlutfall endurgreiðslu getur að hámarki orðið 25% af kostnaði, en þó ekki hærra en 50 milljónir til hvers umsækjanda.
Þetta kom fram á blaðamannafundi þar sem Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningamálaráðherra, kynnti efni frumvarpsins.
Fram kom, að frumvarpið væri unnið á grundvelli stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnar og fjármálaáætlunar 2019 – 2023 þar sem gerð var grein fyrir því að unnið yrði að því að bæta rekstrarumhverfi fjölmiðla á tímabilinu.
Meginefni frumvarpsins:
Fram kemur, að meginmarkmiðið með aðgerðum stjórnvalda sé að tryggja lýðræðislega umræðu og samræður í samfélaginu um málefni þess séu gerðar kröfur um að fjölmiðlarnir uppfylli tiltekin skilyrði til að geta hlotið styrk eða endurgreiðslu á hluta kostnaðar við öflun og miðlun frétta, fréttatengt efni og umfjöllun um samfélagsleg málefni.
Helstu skilyrði eru:
Þá kemur fram, að gert sé ráð fyrir endurgreiðsluhæfur kostnaður verði bundinn við beinan launakostnað blaða- og fréttamanna, ritstjóra og aðstoðarritstjóra, myndatökumanna, ljósmyndara og prófarkalesara auk verktakagreiðslna fyrir sömu störf.
Hlutfall endurgreiðslu verði að hámarki vera 25% af kostnaði við framngreint, þó ekki hærra en 50 milljónir kr. til hvers umsækjanda vegna síðastliðins árs. Þá sé reglugerðarheimild sem kveður m.a. á um heimild til að veita staðbundnum fjölmiðlum viðbótarendurgreiðslu.
Gert er ráð fyrir að fjölmiðlanefnd sjái um framkvæmd og að kostnaður við hana verði tekinn af árlegum fjárveitingum til verkefnisins. Lagt er til að lögin taki gildi 1. janúar 2020 og endurgreiðslur miðist við síðastliðið ár. Lögin verði endurskoðuð fyrir 31. desember 2024.
Til að meta hvort markmið laganna hafi náðst verður gerð úttekt á áhrifum og árangri stuðnings við einkarekna fjölmiðla fyrir lok árs 2023. Athugað verður skoðað hvort stuðningskerfið hafi náð fram þeim markmiðum sem að er stefnt með frumvarpinu. Í því sambandi skal m.a. kanna hvort stuðningskerfið hafi stuðlað að aukningu á miðlun frétta og fréttatengds efnis einkarekinna fjölmiðla, hvort hlutfall efnis sem byggist á sjálfstæðri frétta- eða heimildaöflun hafi aukist, hvort starfsfólki á ritstjórnum fjölmiðla hafi fjölgað og fleira.