„Flókið í framkvæmd“

Járngerðir pálmarnir hafa eflaust yljað bandarískum hermönnum í Nauthólsvík á …
Járngerðir pálmarnir hafa eflaust yljað bandarískum hermönnum í Nauthólsvík á stríðsárunum. Ljósmynd/Bandaríkjaher

Ýmis tor­merki eru á rækt­un hárra pálma af suðræn­um upp­runa í gler­hólk­um í Voga­byggð, að mati Guðríðar Helga­dótt­ur, garðyrkju­fræðings við Garðyrkju­skóla LbhÍ á Reykj­um. Há­vaxn­ir pálm­ar séu hitakær­ir og það geti verið snúið að halda hita- og raka­stigi réttu inni í svona litlu rými allt árið, við ís­lensk­ar veðuraðstæður.

Guðríður seg­ir að sam­kvæmt mynd­um af verðlauna­til­lög­unni á útil­ista­verki í Voga­byggð sýn­ist sér að miðað sé við kó­kos- eða döðlupálma í turn­laga gróður­hús­um eða hólk­um. Tré með háum stofni og lauf­blöðum efst á stofn­in­um, sem verði 5-7 metra há, jafn­vel hærri.

Þá velt­ir maður fyr­ir sér kostnaði

„Þarna þyrfti að setja mik­inn hita inn í til­tölu­lega lítið loft­rými til að vega á móti vindá­hrif­um, kulda og frosti fyr­ir utan. Mik­ill hiti kall­ar jafn­framt á að plönt­urn­ar hafi greiðan aðgang að vatni og við hátt raka­stig mynd­ast móða inni á gler­inu og nauðsyn­legt að bregðast við því.

Guðríður Helgadóttir garðyrkjufræðingur.
Guðríður Helga­dótt­ir garðyrkju­fræðing­ur. mbl.is/​Eggert

Af mynd­um að dæma eru turn­arn­ir líka það háir að það er spurn­ing hvernig þeir stand­ast veður­ham­inn í Voga­hverf­inu. Svo þarf að huga að lýs­ingu fyr­ir plönt­urn­ar því mikið myrk­ur yfir há­vet­ur­inn er ekki draumastaða fyr­ir plönt­urn­ar,“ seg­ir Guðríður.

-En er þetta hægt?

„Ég er bjart­sýn að eðlis­fari, en mér finnst þetta geta orðið ansi flókið í fram­kvæmd. Þetta þyrfti alla vega mjög góða tækni­lega út­færslu og vökt­un til að geta gengið upp. Þá velt­ir maður fyr­ir sér kostnaði. Ef ætl­un­in er að hafa svona turna mætti kannski velja kuldaþoln­ari teg­und­ir pálma, sem þurfa ekki eins mik­inn hita yfir vet­ur­inn,“ seg­ir Guðríður.

Rækta minni pálma­tré

Hún seg­ir að í Garðyrkju­skóla LbhÍ hafi minni pálma­tré lengi verið ræktuð. Þau verði ekki nema rúm­ir tveir metr­ar á hæð og hús­rýmið leyfi ekki mikið hærri pálma. Nú séu döðlupálm­ar í upp­eldi, en þeir verði felld­ir þegar þeir hafi náð þeirri hæð sem húsið leyfi.

Ekki sé óal­gengt að fólk sé með lág­vaxn­ari pálma­teg­und­ir, eins og dreka­kylfurót, Cor­dyl­ine austr­al­is, í görðum sín­um, en þá þurfi yf­ir­leitt að flytja í hús yfir vetr­ar­tím­ann og halda í 5-6 gráðum og frost­lausri jörð.

Á heimasíðu borg­ar­inn­ar er sagt frá verðlauna­sam­keppn­inni og til­lögu þýska lista­manns­ins Kar­in Sand­er, sem bar sig­ur úr být­um. Þar seg­ir að í deili­skipu­lagi Voga­byggðar komi fram að lista­verk skuli vera hluti af heild­ar­hönn­un al­menn­ings­rýma í hverf­inu. Fjár­hæð sem verja eigi til kaupa á lista­verki eða lista­verk­um nemi 140 millj­ón­um króna og sé verk­efnið kostað sam­eig­in­lega af Reykja­vík­ur­borg og lóðaeig­end­um í Voga­byggð.

Skjóta rót­um í köldu og hrjóstr­ugu landi

Í um­sögn dóm­nefnd­ar seg­ir:

„Til­lag­an er óvænt, skemmti­leg og djörf. Pálma­trjám er komið fyr­ir í tveim­ur sí­völ­um, turn­laga gróður­hús­um sem sett eru niður við jaðar miðlægs torgs við bakka Ketil­bjarn­ars­ík­is. Frá þeim staf­ar hlýja og ljós. Pálma­tré bera með sér and­blæ suðrænna landa, eins og höf­und­ur til­lög­unn­ar bend­ir á. Þau eru tákn heitra og fram­andi staða og menn­ing­ar og fela um leið í sér minni um út­ópíu þar sem para­dís­ar­ástand rík­ir. Hér skjóta þau rót­um í köldu og hrjóstr­ugu landi – rétt eins og fólk frá fram­andi slóðum sem hef­ur sest hér að.“

Í gróður­hús­un­um megi lesa tíma því íbú­arn­ir geti fylgst með trján­um vaxa frá því að vera lít­il og þar til þau verði stór og beri ávexti. Til­lag­an ger­ir ráð fyr­ir að hægt verði að skipta pálma­trján­um út fyr­ir önn­ur tré, til að mynda japönsk kirsu­berja­tré, eft­ir 10 til 15 ár óski íbú­arn­ir þess. Það er kost­ur að íbú­arn­ir öðlist þannig beina hlut­deild í þróun verks­ins, seg­ir í um­sögn­inni.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert