Neytendastofu hefur borist fjöldi tilkynninga um Safety Gate-kerfið um hættuleg slím sem börn eru að leika sér með. Eitt af þeim er tvílitað leikfangaslím frá Toi-Toys. Þegar leikfangið var prófað kom í ljós að það innihélt of mikið magn af bóron, en efnið er oft notað til að mýkja slímið án þess að gera það klístrað.
Sé bóron í of miklu magni og kemst inn í líkamann í gegnum snertingu eða meltingarveg, getur það valdið ýmiss konar ertingu og m.a. haft áhrif á þroska æxlunarfæra hjá börnum. Toi-Toys-leikfangaslímið hefur verið í sölu í verslun Iceland við Engihjalla, að því er segir á vef Neytendastofu.
Neytendastofa beinir þeim tilmælum til neytenda að hætta strax notkun þessa slíms og skila því til söluaðila.