Naktir Frakkar njóta sín í París

Fullt hús. Leikhúsið, sem ber hið kaldhæðnislega heiti Íshöllin, fylltist …
Fullt hús. Leikhúsið, sem ber hið kaldhæðnislega heiti Íshöllin, fylltist á sýningunni. Þrátt fyrir kaldan janúarmánuð í París kvartaði enginn gestanna yfir kulda meðan á sýningunni stóð. AFP

Afar sérstök leiksýning fór fram í Parísarborg fyrr í mánuðinum þar sem allir gestir sýningarinnar voru naktir. Oft kemur það fyrir að leikarar á hvíta tjaldinu eða á stóra sviðinu eru án klæða en á þessari sýningu voru áhorfendur það líka.

„Það er engin betri leið til að hlæja en að hlæja nakinn,“ segir Cedric Amato, formaður Samtaka strípalinga í París.

Leikhúsið, sem ber hið kaldhæðnislega heiti Íshöllin, fylltist á sýningunni. …
Leikhúsið, sem ber hið kaldhæðnislega heiti Íshöllin, fylltist á sýningunni. Þrátt fyrirkaldan janúarmánuð í París kvartaði enginn gestanna yfir kulda meðan á sýningunni stóð. AFP

Um einstakan viðburð var að ræða. Mun þetta hafa verið fyrsta nektarleiksýningin í stóru leikhúsi í frönsku höfuðborginni. Sýningin fjallaði um systkini sem eru á öndverðum meiði í þjóðfélagsmálum. Framleiðendur sýningarinnar kröfðust þess að til að sjá sýninguna yrðu áhorfendur að fara úr öllum fötum. Þá var þess einnig krafist að allir gestir kæmu með eigið handklæði af hreinlætisástæðum. Gestir gátu þó borgað aukalega fyrir sérstaklega klædd sæti.

Nakin og samþykkt

Sýningin bar heitið „Nu et approuvé“ sem útleggst nakin og samþykkt á íslensku. Mun þetta vera orðaleikur með franskan frasa sem algengt er að Frakkar noti til að skrifa undir opinber skjöl; „lesið og samþykkt“.

Að losa eigin grímu og klæði

Systkinin í leikritinu sjá hvort um sig hitt ekki í réttu ljósi og skilja ekki afstöðu hvort annars til ýmissa málefna. Þau þurfa að losa sig við eigin grímu til að skilja hvort annað betur. Ein leið sem aðstoðar þau í þessu er að fara úr öllum fötum.

Um einstaka leiksýningu var að ræða. Leikritið fjallaði um tvö …
Um einstaka leiksýningu var að ræða. Leikritið fjallaði um tvö systkinisem þurfa að afklæðast til þess að skilja hvort annað og ná saman um samfélagsleg málefni. AFP

Þrátt fyrir að það sé afar kalt í París í janúarmánuði, og leikhúsið heiti því kaldhæðnislega nafni Íshöllin, voru naktir gestir sýningarinnar yfir sig hrifnir. „Ég virkilega naut mín,“ segir miðaldra kona í samtali við fréttaveituna AFP.

Amato segir sýninguna afar merkilega þar sem hún gefi okkur tækifæri til að ræða lífsstíl okkar og þarfir.

„Við þurfum að brjóta samfélagsleg viðmið til að vera við sjálf á stöðum sem þessum og hafa gaman,“ segir hann.

Samtök strípalinga í París hafa þrýst á um að lífsstíll þeirra verði samfélagslega viðurkenndur. Ýmsir viðburðir hafa verið haldnir fyrir nakta gesti; m.a. uppistandskvöld og heimsóknir á söfn. Þá hefur einnig verið opnað „nakið“ svæði í stærsta almenningsgarði Parísarborgar. Þar geta allir sem vilja spókað sig á adams- og evuklæðunum. Þó má ætla að fáir klæði sig úr öllum fötunum í garðinum í janúar.

Sjá umfjöllun um leiksýningu þessa í máli og myndum í heild í Morgunblaðinu í dag.

Leikhúsið fylltist af nöktum áhorfendum. Hér má sjá nokkra berrassaða …
Leikhúsið fylltist af nöktum áhorfendum. Hér má sjá nokkra berrassaða menn gægjast niðurá aðra áhorfendur áður en leiksýningin hefst. Þeir gestir sem AFP ræddi við voru afar ánægðir með sýninguna AFP
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert