Rúmlega tvö óhöpp á dag

Skólabíll og bílaleigubíll rákust saman á einbreiðri brú yfir Tungufljót …
Skólabíll og bílaleigubíll rákust saman á einbreiðri brú yfir Tungufljót skammt norðan við Geysi síðdegis í gær. Ljósmynd/Margeir Ingólfsson

„Við fáum dag­lega til­kynn­ing­ar um um­ferðaró­höpp af ein­hverju tagi,“ seg­ir Odd­ur Árna­son, yf­ir­lög­regluþjónn á Suður­landi, við mbl.is. Skóla­bíll og bíla­leigu­bíll rák­ust sam­an á ein­breiðri brú skammt norðan við Geysi í gær. Bíl­stjóri skóla­bíls­ins sagði það al­genga sjón á þess­um árs­tíma að sjá bíla utan veg­ar.

Mar­geir Ing­ólfs­son, ökumaður skóla­bíls­ins, sagði í gær við mbl.is að veg­irn­ir væru full­ir af fólki sem ætti ekki að vera úti í um­ferðinni, sér­stak­lega í ís­lenskri vetr­ar­færð. Odd­ur seg­ir að fólk lendi í vand­ræðum víða um Suður­land en lög­reglu hafa borist til­kynn­ing­ar um 68 um­ferðarslys á Suður­landi í janú­ar.

Odd­ur seg­ir að bæði inn­lend­ir og er­lend­ir öku­menn lendi í vand­ræðum og ástæður þessu séu ýms­ar. „Í ein­hverj­um til­fell­um er fólk ekki kunn­ugt vetr­araðstæðum og stund­um er það reynslu­leysi, fólk kannski þekk­ir vetr­araðstæður en er óvant að keyra,“ seg­ir Odd­ur.

„Síðan eru þetta líka full­orðnir ís­lensk­ir öku­menn sem of­meta eig­in getu og þá fer sem fer. Það eru all­ar út­gáf­ur af þessu.“

Ökumaður bíla­leigu­bíls­ins virðist hafa haldið að ein­breiða brú­in væri tví­breið þegar óhappið varð í gær og spurði hvers vegna plássið til að mæt­ast á brúnni væri ekki meira. Odd­ur kann­ast ekki við dæmi þess að öku­menn telji að það eigi að vera hægt að mæt­ast á ein­breiðum brúm.

Hann bend­ir á að um­ferðaró­höpp­in hafi verið fleiri en 68 í um­dæmi lög­regl­unn­ar á Suður­landi í janú­ar vegna þess að það beri ekki að til­kynna þau til lög­reglu nema slys verði á fólki.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert