Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, mun klukkan 11:30 í dag kynna frumvarp um opinberan fjárstuðning við öflun og miðlun frétta og fréttatengds efnis. Áður hafði Lilja kynnt hugmyndir ríkisstjórnarinnar sem miðuðu að því að einkareknir fjölmiðlar fái um 400 milljónir á ári í formi 20-25% endurgreiðslu af ritstjórnarkostnaði. Þá átti einnig að horfa til þess að Ríkisútvarpið myndi draga úr þátttöku sinni á auglýsingamarkaði um sem nemur 560 milljónum á ári.
Hægt verður að fylgjast með fundi ráðherra í beinni útsendingu hér á mbl.is.