Helgi Bjarnason
Bæjarfulltrúi Miðflokksins í Hafnarfirði telur enga ástæðu til að kalla flokksráð saman til fundar nú. Hvort sem er standi til að gera það í mars eða apríl. Þá sé það ekki á valdi flokksráðsfundar að breyta verkaskiptingu meðal þingmanna flokksins, það sé verkefni þingflokksins.
Birgi Þórarinssyni, þingmanni Miðflokksins í Suðurkjördæmi, finnst ekki rétt að þeir þingmenn sem stigu tímabundið til hliðar vegna Klaustursmála geti gengið að trúnaðarstörfum sínum fyrir flokkinn vísum.
Gunnar Bragi Sveinsson er formaður þingflokks Miðflokksins og Bergþór Ólason er formaður umhverfis- og samgöngunefndar þingsins samkvæmt samkomulagi stjórnar og stjórnarandstöðu og í krafti þingstyrks Miðflokksins.
Í Morgunblaðinu í dag segir Sigurður Þ. Ragnarsson, bæjarfulltrúi Miðflokksins í Hafnarfirði, mikilvægt að þingmenn einbeiti sér að þingstörfum frekar en þeim látum sem verið hafi. Þingið verði að halda áfram og allir þingmenn hafi umboð út kjörtímabilið.