Tveir þingmenn Sjálfstæðisflokksins, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir og Óli Björn Kárason, hafa sett nýjan hlaðvarpsþátt í loftið, en þátturinn ber heitið Áslaug og Óli Björn.
„Við ætlum að vera með vikulega þætti um þjóðmálin út frá stefnu Sjálfstæðisflokksins og hugmyndir okkar um frelsi, opið, skemmtilegt og lifandi samfélag,“ segir Áslaug Arna í fréttatilkynningu.
Hún leggur áherslu á að mikilvægt sé að koma stjórnmálaumræðu í fjölbreyttara form og hlaðvarpsþátturinn sé ein leið til að ræða málefni með einföldum og skiljanlegum hætti.
Fyrsti þátturinn er kominn í loftið og nýir þættir bætast við á hverjum þriðjudegi, en hægt er að nálgast þáttinn í hlaðvarpsforritum í símum og einnig Spotify og iTunes.
Þá er einnig hægt að nálgast þáttinn á vefnum, hér.