Vilja fræðast um fæðu og ferðir

Hnúfubakur sýnir listir sínar á Eyjafirði. Mannvirki á Hjalteyri í …
Hnúfubakur sýnir listir sínar á Eyjafirði. Mannvirki á Hjalteyri í baksýn. Ljósmynd/Sigurður Ægisson

Gera á tilraun til að skjóta gervihnattamerki í einn eða fleiri hnúfubaka í Eyjafirði í dag, en vegna veðurs djúpt úti af Norðurlandi leitaði hafrannsóknaskipið Árni Friðriksson þar vars.

Tilgangurinn er m.a. að afla upplýsinga um ferðir hnúfubaka á þessum árstíma, sem jafnframt geta gefið vísbendingar um hvar loðnan heldur sig.

Gísli Víkingsson, hvalasérfræðingur á Hafrannsóknastofnun, segir þekkt að hnúfubakur haldi sig mikið á sömu svæðum og loðnan frá hausti. Í september 2015 hafi t.d. verið metið að um sjö þúsund hnúfubakar hafi verið á loðnuslóð við Grænland. Þá virðist vetrarseta hnúfubaka hér við land hafa aukist jafnt og þétt.

„Endanlegt markmið er að reyna að meta afrán hnúfubaks á loðnu,“ segir Gísli í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert