Leyfa aukaíbúðir í húsum

Nethylur, Ártúnsholti en þar verða aukaíbúðir heimilaðar.
Nethylur, Ártúnsholti en þar verða aukaíbúðir heimilaðar. mbl.is/Kristinn Magnússon

Skipu­lags­yf­ir­völd í Reykja­vík ætla að heim­ila 1.730 íbúðir í þrem­ur grón­um hverf­um; Ártúns­holti, Árbæ og Sel­ási. Þar af yrðu heim­ilaðar rúm­lega þúsund auka­í­búðir í nú­ver­andi sér­býli. Það yrði veru­leg þétt­ing byggðar.

Sam­bæri­leg­ar heim­ild­ir verða svo veitt­ar í öðrum borg­ar­hlut­um en þær verða mis­jafn­ar eft­ir hverf­um.

Ævar Harðar­son, verk­efn­is­stjóri hverf­is­skipu­lags hjá Reykja­vík­ur­borg, seg­ir að með breyt­ing­un­um verði hægt að bjóða ódýr­ari íbúðir en á dýr­um lóðum miðsvæðis.

„Það er verið að setja íbúðir á svæði sem eru þegar byggð. Sum­ar auka­í­búðirn­ar þarf ekki að byggja held­ur þarf aðeins að setja upp létta inn­veggi,“ seg­ir Ævar í um­fjöll­un um mál þetta í Morg­un­blaðinu í dag.

Áformað í öll­um borg­ar­hlut­um

Sig­ur­borg Ósk Har­alds­dótt­ir, formaður skipu­lags- og sam­gönguráðs Reykja­vík­ur, seg­ir að á næstu miss­er­um verði slík­ar breyt­ing­ar kynnt­ar í níu öðrum borg­ar­hlut­um. Með þeim gæti smá­í­búðum fjölgað mikið í Reykja­vík, ekki síst í grón­um hverf­um með bíl­skúr­um og stór­um lóðum.

„Við erum líka að gefa íbú­un­um færi á að hafa leigu­íbúðir inn­an síns hús­næðis sem geta þá verið tekju­auk­andi og aukið verðmæti eign­ar­inn­ar. Það er til dæm­is íbúðar­hús­næði í mörg­um bíl­skúr­um í dag, þótt slíkt sé ekki lög­legt. Þetta snýst því líka um að stíga skrefið í átt að raun­veru­leik­an­um. Þess­ar breyt­ing­ar verða gerðar í öll­um hverf­um borg­ar­inn­ar. Það er verið að halda í byggðamynstrið en auka nýt­ing­ar­mögu­leika,“ seg­ir hún.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert