Hjörtur og fjölskylda fengu gleðitíðindi

Hjörtur Elías með medalíu sem hann fékk fyrir dugnað sinn …
Hjörtur Elías með medalíu sem hann fékk fyrir dugnað sinn er hann var í krabbameinsmeðferð í Svíþjóð. Ljósmynd/Úr einkasafni

„Hann er, eins og sagt er, á bata­vegi,“ seg­ir Íris Jóns­dótt­ir um níu ára son sinn, Hjört Elías Ágústs­son, sem fékk á dög­un­um þær gleðifrétt­ir að krabba­mein sem hann hef­ur bar­ist við und­an­farið ár væri horfið og að það væru „eng­ir vef­ir eða neitt í gangi í lík­am­an­um.“

Hjört­ur Elías fór í já­eindaskanna á Land­spít­ala í janú­ar og niðurstaða rann­sókn­ar­inn­ar var eins já­kvæð og hún hefði mögu­lega getað verið.

Íris seg­ir í sam­tali við mbl.is að það hafi verið æðis­legt að fá þess­ar frétt­ir, enda hafi lækn­ar varað hana við því að bú­ast mætti við því versta, þar sem Hjört­ur Elías greind­ist með krabba­mein í ristl­in­um í maí í fyrra, eft­ir að hann hafði hafið meðferð við krabba­meini í eitl­um, sem hann greind­ist með í fe­brú­ar.

„Tíðind­in eru ynd­is­leg, en verk­efnið er ekki búið,“ seg­ir Íris, sem hef­ur rætt op­in­skátt við Morg­un­blaðið og fleiri fjöl­miðla um erfið veik­indi son­ar síns, sem þurfti að dvelja á ein­angr­un­ar­deild fyr­ir krabba­meins­sjúka á Karólínska sjúkra­hús­inu í Stokk­hólmi í um fjóra mánuði í fyrra, en þar und­ir­gekkst hann geislameðferð og bein­mergs­skipti.

Hjört­ur Elías þarf áfram að fara í reglu­leg­ar blóðpruf­ur og í lok þessa mánaðar fer hann einnig aft­ur til Svíþjóðar, í eft­ir­fylgni eft­ir bein­mergs­skipt­in, þegar sex mánuðir verða liðnir frá þeirri aðgerð. Áfram munu lækn­ar svo fylgj­ast reglu­lega með Hirti í 2-3 ár.

„Hann grét í fang­inu á mér“

En tíðind­in eru gleðileg fyr­ir fjöl­skyld­una, sem hef­ur átt erfitt ár. Hjört­ur Elías er þegar byrjaður í aðlög­un í skól­an­um sín­um og er far­inn að vera þar klukku­stund á dag, en stefnt er að því að hann byrji að mæta á fullu í skól­ann í mars. Íris seg­ir son sinn átta sig á því að nú horfi til bjart­ari tíma.

 „Þegar að lækn­ir­inn hringdi í mig og sagði mér tíðind­in, þá hljóp hann til mín og sagði: „Mamma, mamma, hvað sagði lækn­ir­inn, er ég ekki með krabba­mein leng­ur?“ og ég sagði: „Nei, það er allt horfið ást­in mín, það eru eng­ir vef­ir leng­ur eða neitt í lík­am­an­um.“

Hjörtur Elías fyrir utan sjúkrahúsið í Stokkhólmi í fyrra.
Hjört­ur Elías fyr­ir utan sjúkra­húsið í Stokk­hólmi í fyrra. Ljós­mynd/Ú​r einka­safni

Hann grét í fang­inu á mér. Hann fattaði al­veg að þarna væri hann ekki veik­ur leng­ur eins og hann var í byrj­un. Hann vissi það al­veg að þetta spít­ala­líf væri búið og því fylgdi létt­ir,“ seg­ir Íris.

Íris seg­ir árið frá því að Hjört­ur greind­ist hafa verið gríðarlega erfitt, en hún er ein­stæð móðir með þrjú börn. Fjöl­skyld­an dvaldi öll sam­an í Stokk­hólmi á meðan Hjört­ur var í meðferð þar.

„Ég horfði bara á þetta sem ein­hvern þrösk­uld í líf­inu sem þyrfti að yf­ir­stíga. Ég tók bara einn dag í einu, kom­ast yfir hann, kom­ast yfir hvern klukku­tíma fyr­ir sig. Ég veit ekki einu sinni hvernig ég náði að standa í lapp­irn­ar all­an tím­ann,“ seg­ir Íris.

Mygla setti strik í reikn­ing­inn

Vatnsleki og mygla sem kom upp á baðher­bergi á heim­ili fjöl­skyld­unn­ar í Árbæn­um bætti svo ekki úr skák, en viðgerð á baðher­berg­inu kostaði um það bil þrjár millj­ón­ir króna, sem bætti fjár­hags­á­hyggj­um ofan á veik­ind­in.

Hjört­ur Elías mátti auk þess ekki koma heim í þær aðstæður, með bælt of­næmis­kerfi eft­ir lyfjameðferðir, sem varð til þess að fjöl­skyld­an þurfti að flytj­ast til móður Íris­ar í þrjár vik­ur, en loks komust þau heim, þrem­ur dög­um fyr­ir jól.

Það horf­ir þó til betri veg­ar, en Íris seg­ir að Hjört­ur sé orðinn mjög spennt­ur fyr­ir ferð þeirra til Stokk­hólms í eft­ir­fylgni, þar sem hann geti núna í fyrsta skipti fengið að spóka sig um í Svíþjóð og sjá eitt­hvað annað þar í landi en ganga Karólínska sjúkra­húss­ins.

Styrkt­ar­reikn­ing­ur fyr­ir Hjört Elías er enn op­inn. Núm­er hans er: 0115-05-010106, kennitala: 221009-2660.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert