„Eins og tifandi tímasprengja“

Fjöldi fólks er á biðlista í dvalarrými með umönnun við …
Fjöldi fólks er á biðlista í dvalarrými með umönnun við heilabilun. Ljósmynd/Thinkstock

Vilborg Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri Alzheimersamtakanna, lýsir yfir áhyggjum af skorti á úrræðum fyrir fólk með heilabilun. Hún líkir stöðu mála við „tifandi tímasprengju“.

Tilefni áhyggja hennar er höfnun heilbrigðisráðuneytisins á áætlun bæjarstjórnar Hafnarfjarðar um að fjölga dvalarrýmum fyrir fólk með heilabilun. Vegna langra biðlista eftir dagdvalarrými fyrir heilabilaða hafði bæjarstjórnin unnið þverpólitískt að því að fjölga dvalarrýmum í Drafnarhúsi. Heilbrigðisráðuneytið neitaði hins vegar að samþykkja áætlunina þar sem ekki var gert ráð fyrir henni í fjárlögum.

Valdimar Viðarsson, formaður fjölskylduráðs Hafnarfjarðarbæjar, segir ákvörðun ráðuneytisins veruleg vonbrigði og segist ætla að senda nýja umsókn um samþykkt aðgerðanna strax og kostur gefist.

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segir Vilborg, að umönnun fólks með heilabilun á Íslandi sé þegar ábótavant miðað við það sem er í nágrannalöndunum. Þá sé von á að með hækkandi meðalaldri muni heilabilunarsjúklingum fjölga á næstu árum. Íslenska heilbrigðiskerfið sé alls óviðbúið því að takast á við slíka þróun. 6

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert