Ráðuneyti skoðar hlaupabólubólusetningar

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra sagði að almennar bólusetningar gegn hlaupabólu séu …
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra sagði að almennar bólusetningar gegn hlaupabólu séu til skoðunar í ráðuneytinu. mbl.is/Eggert

Sótt­varna­lækn­ir hef­ur lagt það til við heil­brigðisráðuneytið að taka upp al­menn­ar bólu­setn­ing­ar gegn hlaupa­bólu hér á landi, sam­kvæmt svari Svandís­ar Svavars­dótt­ur heil­brigðisráðherra við fyr­ir­spurn Stein­unn­ar Þóru Árna­dótt­ur, þing­manns Vinstri grænna, á Alþingi í dag. Málið er til já­kvæðrar skoðunar í ráðuneyt­inu.

„Mörg lönd hafa inn­leitt al­menna bólu­setn­ingu gegn hlaupa­bólu,“ sagði heil­brigðisráðherra og bætti við að Banda­rík­in hafi verið leiðandi í þeim efn­um, en þar í landi hef­ur verið al­menn bólu­setn­ing við hlaupa­bólu frá ár­inu 1996. Nokk­ur ár eru síðan bólu­efni gegn hlaupa­efni varð aðgengi­legt hér á landi og fólk get­ur orðið sér úti um það á eig­in kostnað.

Bólu­efni fyr­ir einn ár­gang á um 40 millj­ón­ir

Svandís sagði meðal ann­ars í svör­um sín­um að það væri talið sam­fé­lags­lega hag­kvæmt að bólu­setja öll börn á Íslandi við hlaupa­bólu, vegna minni fjar­veru for­eldra frá störf­um sín­um.

Einnig kom fram í máli heil­brigðisráðherra að kostnaður við það að bólu­setja einn fæðing­ar­ár­gang væri um 40 millj­ón­ir, miðað við markaðsverð bólu­efn­is­ins án virðis­auka­skatts, en lík­lega myndi hag­stæðara verð fást eft­ir útboð á bólu­efn­inu.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert