Konurnar segja sína sögu

Jón Baldvin Hannibalsson.
Jón Baldvin Hannibalsson. Skjáskot/Rúv

Konur sem segjast hafa orðið fyrir barðinu á Jóni Baldvini Hannibalssyni opna í dag bloggsíðuna metoo-jonbaldvin.blog.is með frásögnum sínum. Þetta kemur fram á forsíðu Fréttablaðsins í dag.

„Við erum alls ekki að gera þetta út af einhverjum samsæriskenningum sem hafa verið að koma upp – um þriðja orkupakkann eða bókina hans. Við erum að gera þetta fyrir okkur sjálfar,“ segir Guðrún Harðardóttir, einn forvígismanna hópsins. Jón ræðir ásakanir á hendur sér í Fréttablaðinu í dag. Segir hann um áróður að ræða til að bregða fæti fyrir útgáfu afmælisrits um arfleifð jafnaðarstefnunnar. „Fjölmiðlarnir spiluðu með eins og til var ætlast,“ skrifar hann.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert