Stendur Vesturlandi fyrir þrifum

Kjalarnes. Vegurinn er fjölfarinn en mjór og öryggi ekki nægilegt.
Kjalarnes. Vegurinn er fjölfarinn en mjór og öryggi ekki nægilegt. mbl.is/Brynjar Gauti

„Við höfum áhyggjur af því að lagfæringar á veginum um Kjalarnes dragist. Þessi vegur skiptir miklu máli fyrir okkur,“ segir Gunnlaugur A. Júlíusson, sveitarstjóri Borgarbyggðar.

Byggðaráð sendi frá sér yfirlýsingu í gær þar sem alvarlegar athugasemdir eru gerðar við það að flytja eigi fjárveitingar frá fyrirhugaðri uppbyggingu vegarins á Kjalarnesi til annarra verkefna, að því er fram kemur í umfjöllun um áform þessi í Morgunblaðinu í dag.

Í tillögum að samgönguáætlun sem liggur fyrir Alþingi er gert ráð fyrir 3,2 milljarða króna fjárveitingu til lagningar 9 kílómetra kafla á Kjalarnesi á fyrsta tímabili, árin 2019 til 2023. Ætlunin er að hefjast handa í ár. Í breytingartillögum meirihluta samgöngunefndar eru fjárveitingar þessa árs og næsta lækkaðar um 600 milljónir og fluttar á síðustu tvö ár tímabilsins. Helmingur fjárveitingar í ár, 200 milljónir, er fluttur til Grindavíkurvegar vegna aukins kostnaðar við framkvæmdir þar. Verði þetta samþykkt seinkar framkvæmdum á Kjalarnesi um eitt til tvö ár.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert