Vöruð við að rugga bátnum

Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi ráðherra, og Bryndís Schram eiginkona hans.
Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi ráðherra, og Bryndís Schram eiginkona hans. mbl.is/Ómar Óskarsson

„Verst geymda leynd­ar­málið mitt er hat­ur mitt á þeim hjón­um,“ seg­ir í frá­sögn konu á bloggsíðunni met­oo-jon­bald­vin.blog.is þar sem hóp­ur kvenna deil­ir frá­sögn­um af kynn­um sín­um af Jóni Bald­vini Hanni­bals­syni, fyrr­ver­andi ut­an­rík­is­ráðherra og for­manni Alþýðuflokks­ins. Vís­ar hún þar til Jóns og konu hans Bryn­dís­ar Schram.

Mbl.is hef­ur rætt við kon­una um frá­sögn henn­ar sem hún staðfest­ir að sé henn­ar. Kon­an seg­ir frá því að Jón Bald­vin hafi sem ut­an­rík­is­ráðherra verið yf­ir­maður föður henn­ar sem verið hafi sendi­herra í London árið 1991 þegar um­rædd­ur at­b­urður hafi átt sér stað en þá var hún 14 ára göm­ul. Hún seg­ist hafa vitað að Jón Bald­vin væri „svo­lít­ill dónakall“, hann hafi átt það til að tala um að brjóst­in á henni hefðu „stækkað síðan síðast“ og annað í þeim dúr.

„Það sem ég gleymi seint og fyr­ir­gef aldrei er það sem gerðist í veislu heima í stofu for­eldra minna þegar ég er 14 ára. Jón er drukk­inn. Aft­ur: ekk­ert nýtt. En hann vill að ég setj­ist í fangið á sér. Hann er blaut­ur af svita og lykt­ar hræðilega. Lykt­in.... hún var svo stæk. Og hann gríp­ur um brjóst­in á mér og sleik­ir á mér eyr­un og háls­inn. Ég lít upp eft­ir hjálp og sé Bryn­dísi. En hún er að brosa. Hún bros­ir til mín. Og ég frýs,“ seg­ir kon­an.

„Það var hún sem hótaði mér

Kon­an seg­ir að Jóni Bald­vini hafi þótt viðbrögð henn­ar og það sem hann hafi verið að gera við hana fyndið og strokið á henni rass­inn þegar hún hafi losað sig. „Bryn­dís elt­ir mig. Hún út­skýr­ir fyr­ir mér að hann sé bú­inn að drekka aðeins of mikið. Hon­um þyki svo vænt um mig. Og svo bend­ir hún mér á að það sé búið að vera svo rosa­lega mikið að gera hjá þeim Jóni og pabba. Ég þurfi ekki að rugga bátn­um; pabbi minn megi ekki við því.“

Fyrstu árin á eft­ir seg­ist kon­an hafa vor­kennt Bryn­dísi fyr­ir að eiga svona hræðileg­an mann en síðan hafi sú skoðun breyst. „Fannst hún eiga samúð mína skilið. En eft­ir því sem árin liðu upp­götvaði ég að hún sá, hún vissi og það var hún sem hótaði mér. Þessi reynsla, hún gerði svo margt. Hún hafði skelfi­leg­ar af­leiðing­ar fyr­ir mig og mína fjöl­skyldu.“

Kon­an seg­ist hafa verið lengi að lesa frá­sögn Al­dís­ar, dótt­ur Jóns Bald­vins, sem hef­ur sakað hann um kyn­ferðisof­beldi og um að hafa látið nauðung­ar­vista hana á geðdeild á þeim for­send­um að hún ætti við geðræn vanda­mál að stríða án þess að það væri rétt. Kon­an seg­ist að sama skapi hafa verið lengi að setja frá­sögn sína á blað.

„Ég á pabba sem veit ekki af hverju dótt­ir hans gerði allt sem hún gerði til að rugga bát sem hann vissi ekki að hann væri í. Ég nefni­lega ruggaði kannski ekki at­vinnu­bátn­um hans pabba, en mikið djöf­ull ruggaði ég bát fjöl­skyld­unn­ar. Mikið hataði ég þetta „fína“ líf okk­ar og fólks­ins í því. Og mikið rosa­lega hef ég oft skamm­ast mín fyr­ir. En í dag skila ég skömm­inni.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert