Ágreiningur er að koma upp á yfirborðið innan verkalýðshreyfingarinnar um þær ólíku hugmyndir sem ræddar hafa verið um styttingu vinnuvikunnar og tillögur Samtaka atvinnulífsins um meiri sveigjanleika vinnutímans.
Stéttarfélögin fjögur sem hafa vísað kjaradeilunni til ríkissáttasemjara og Framsýn á Húsavík hafa með öllu hafnað hugmyndum SA um breytingar á vinnutíma og að lækka yfirvinnuálag úr 80 í 66%.
Gagnrýna þau félögin sem hafa léð máls á að skoða hugmyndirnar, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.