Barnasnjallúr innkölluð í Evrópu

ENOX snjallúr.
ENOX snjallúr.

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur innkallað ENOX-snjallúr sem ætluð eru börnum. Er þetta í fyrsta skipti sem rannsókn og ákvörðun yfirvalda neytendamála á Íslandi leiðir til svo róttækra aðgerða í Evrópu.

Ákvörðun Neytendastofu frá 19. desember um sölubann og innköllun á ENOX Safe-Kid-One snjallúrum grundvallaðist á skoðun og prófun á úrinu sem leiddi í ljós alvarlega öryggisgalla. Auðvelt er að hakka sig inn í úrin og sjá þar allar upplýsingar sem úrið safnaði, þar á meðal staðsetningu barnsins og raunar 180 þúsund barna um allan heim.

Sá sem þetta gerði með illum hug gæti tekið stjórn á úrinu, þar á meðal hlerað það eða breytt símanúmerum sem barnið hefur heimild til að hringja í, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert