Íbúar við Furugerði í Reykjavík áskilja sér rétt til að krefja Reykjavíkurborg um skaðabætur ef fyrirhuguð tillaga um þéttingu byggðar við götuna verður að veruleika.
Þetta kemur fram í greinargerð lögmanns íbúa til borgarinnar. Telja íbúarnir áformin „bera vott um hreina græðgi á kostnað íbúa í nágrenninu og þeirra sem eiga eftir að búa í viðkomandi húsi“.
Þá telja þeir að fasteignir í nágrenninu muni falla í verði um leið og tillagan verður samþykkt. Því áskilja þeir sér rétt til bóta, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.