Má ekki heita Danski og Carlsberg

Danski fáninn.
Danski fáninn. Ljósmynd/Norden.org

Mannanafnanefnd hefur hafnað millinöfnunum Danski og Carlsberg, ásamt eiginnöfnunum Nasha, Javi og Nanyore.

Fram kemur í úrskurði nefndarinnar frá því í lok janúar að millinafnið Danski hafi nefnifallsendingu og fullnægi því ekki skilyrðum laga um mannanöfn. Í desember var millinafninu Carlsberg, sem einnig hefur danska tengingu, hafnað. 

Nefndin hefur einnig hafnað millinafninu Eðvald.

Mannanafnanefnd hefur aftur á móti samþykkt karlkyns eiginnafnið Javí og kvenkyns eiginnöfnin Kolþerna, Einara, Ásynja, Elízabet, Emanúela, Baldína og Natalí.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert