Veðmál vaxandi vandamál

Myndin tengist efni fréttarinnar ekki með beinum hætti.
Myndin tengist efni fréttarinnar ekki með beinum hætti. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

„Það veld­ur okk­ur mikl­um áhyggj­um, sé það raun­in,“ seg­ir Ró­bert Geir Gísla­son, fram­kvæmda­stjóri Hand­knatt­leiks­sam­bands Íslands, HSÍ, um að dæmi séu þess að leik­menn hér á landi hafi veðjað á eig­in leiki.

Ný BS-rann­sókn Guðmund­ar Sig­urðsson­ar við sál­fræðideild Há­skóla Íslands um spila­vanda hand­bolta­fólks á Íslandi bend­ir til þess að fjöldi þeirra sem stunda veðmál í tengsl­um við íþrótt­ina sé um­tals­verður. Þar kom fram að tæp­lega 47% leik­manna úr fé­lagsliðum Íslands­móts­ins hafi tekið þátt í pen­inga­spil­um. Af þeim sem veðjuðu á hand­bolta­leiki höfðu 38% veðjað á leiki í eig­in deild og rúm­lega 10% veðjað á eig­in leik.

Þá kom einnig fram í rann­sókn­inni að 56% þátt­tak­enda vissu ekki hvort það væri ákvæði í samn­ingi þeirra sem bannaði þeim að taka þátt í veðmál­um vegna úr­slita hand­bolta­leikja. Í um­fjöll­un um mál þetta í Morg­un­blaðinu í dag seg­ir Ró­bert Geir að lög HSÍ séu ef til vill of al­menn og von­ast til þess að málið verði tekið fyr­ir á ársþingi sam­bands­ins í vor.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert