36 milljónir í umhverfistengd verkefni

Blái herinn er meðal styrkþega umhverfis- og auðlindaráðuneytisins og fær …
Blái herinn er meðal styrkþega umhverfis- og auðlindaráðuneytisins og fær 1,2 milljónir í tengslum við hreinsun strandlengjunnar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Hreinsun strandlengjunnar, leiðbeiningar til fjölbýlishúsa um umhverfisvænan rekstur og vitundarvakning um fatasóun eru á meðal verkefna sem umhverfis- og auðlindaráðuneytið hefur úthlutað styrkjum til. Þá hefur ráðuneytið úthlutað rekstrarstyrkjum til frjálsra félagasamtaka.

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið veitir árlega styrki til verkefna á vegum félaga, samtaka og einstaklinga. Í verkefnaúthlutun ráðuneytisins í ár voru 36 milljónir króna til ráðstöfunar. Heildarupphæð umsókna um verkefnastyrki nam rúmlega 141 milljón króna.

Hæsti styrkurinn fer til Vistorku vegna loftslagsaðgerða og þá fá Sjónhending ehf., Laxfiskar og Landvarðafélag Íslands tvær milljónir hvert í styrk. Landvernd fær einnig úthlutað tveimur milljónum til tveggja aðskilinna verkefna. 

Rekstrarstyrkirnir eru veittir félagasamtökum sem starfa á málasviði ráðuneytisins. Í ár námu umsóknir tæpum 58 milljónum króna en til úthlutunar voru 20 milljónir króna.

Hér má sjá lista yfir alla styrkþega. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert