Bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar mun taka að sér að þeyta skífum

Rokkhátíð Mugison var fyrstur á svið þegar Aldrei fór ég …
Rokkhátíð Mugison var fyrstur á svið þegar Aldrei fór ég suður var sett í gang árið 2013, en hátíðin er fyrir löngu orðin ein sú vinsælasta hér á landi. Ljósmynd/ Halldór Sveinbjörnsson

„Bæjarstjóri, bæjarfulltrúar og allir aðstandendur AFÉS [Aldrei fór ég suður-tónlistarhátíðarinnar] lofa með samningi þessum að vera í bullandi, sullandi stuði alla páskahelgina. Enn fremur munu þeir leggja sig alla fram við að smita aðra bæjarbúa og gesti af gleði sinni og ást.“

Kemur þetta fram í „stuðsamningi“ sem Ísafjarðarbær og aðstandendur hátíðarinnar Aldrei fór ég suður gerðu með sér í Hafnarhúsinu á Ísafirði nýverið. Tekur samningur þessi til AFÉS árin 2019, 2020 og 2021. Endurskoða skal samninginn eigi síðar en 1. júní árið 2021, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

„Það verður ekkert mál,“ segir Guðmundur Gunnarsson, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, spurður út í loforð sitt um að vera í „bullandi, sullandi stuði“ heila páskahelgi.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert