Taldir vera í nauðungarvinnu

Grunur leikur á að fjöldi Rúmena sé í nauðungarvinnu hjá starfsmannaleigu á höfuðborgarsvæðinu. ASÍ, Efling og Vinnumálastofnun rannasaka málið að því er fram kom í fréttum Stöðvar 2 í kvöld.

Þá hefur lögreglu einnig verið gert viðvart.

Þeir verkamenn sem Stöð 2 ræddi við sögðust vera peningalausir, svangir og hræddir, en þeir starfa hjá starfsmannaleigunni Menn í vinnu ehf. í byggingariðnaði.

Þeir dvelja í ólöglega íbúðarhúsnæði í Hjallabrekku í Kópavogi ásamt fjölda annarra Rúmena þar sem þeir búa mjög þröngt.

„Það eru alltaf vandræði með peninga. Við fáum aldrei borgað. Við fáum ekki borgaða yfirvinnu, við fáum ekkert borgað,“ segir Romeo Sarga sem hefur unnið fyrir starfsmannaleiguna í sex mánuði. Hann kveður fjölda annarra Rúmena vera í sömu stöðu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert