Helgi og Sigmar svara Jóni Baldvin

Jón Baldvin Hannibalsson var ósáttur við viðtal við Aldísi Schram …
Jón Baldvin Hannibalsson var ósáttur við viðtal við Aldísi Schram á RÚV og skrifaði aðsenda grein í Morgunblaðið í kjölfarið. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Helgi Selj­an og Sig­mar Guðmunds­son þátta­stjórn­end­ur á Rás 2 svara Jóni Bald­vin Hanni­bals­syni í aðsendri grein í Morg­un­blaðinu í dag en rá­herr­ann fyrr­ver­andi gagn­rýndi viðtal við dótt­ur sína á RÚV í aðsendri grein í Morg­un­blaðinu í gær.

„Sjald­an hef­ur birst grein í fjöl­miðli með jafn öf­ug­snún­um titli og hér í Morg­un­blaðinu í gær. Höf­und­ur er Jón Bald­vin Hanni­bals­son sem ber hálfsann­leik, róg og hrein­ar lyg­ar á borð fyr­ir les­end­ur und­ir yf­ir­skrift­inni „sann­leik­ur­inn er sagna best­ur“. Til­efnið er viðtal sem við und­ir­ritaðir tók­um við dótt­ur Jóns, Al­dísi Schram, á dög­un­um. Al­dís hef­ur í marga ára­tugi mátt sæta því að vera út­máluð sem ómark­tæk­ur geðsjúk­ling­ur og hef­ur það verið meg­inþemað í málsvörn Jóns frá því að fjöl­marg­ar kon­ur komu ein af ann­arri fram með frá­sagn­ir um kyn­ferðis­brot, áreitni og ósæmi­lega hegðun hans í sinn garð. Höf­um í huga að það var Jón Bald­vin sem fyrst­ur hóf umræðu um veik­indi dótt­ur sinn­ar op­in­ber­lega. Al­dís hef­ur ekki haft sama aðgang að fjöl­miðlum enda „geðveik“. Sam­kvæmt lækn­is­skýrsl­um sem Al­dís leyfði und­ir­rituðum að sjá var hún á sín­um tíma greind með geðhvörf. Í fram­haldi af þess­ari op­in­beru umræðu um mál Al­dís­ar hafa lækn­ar út­skýrt að geðhvörf lýsa sér alls ekki þannig að sjúk­ling­ur­inn sé með óráði, rang­hug­mynd­ir og ómark­tæk­ur með öllu. Þvert á móti er fólk fylli­lega tengt við raun­veru­leik­ann nema rétt þegar mik­il man­ía brýst fram en hún stend­ur venju­lega stutt yfir. Sig­ur­steinn Más­son, fyrr­ver­andi formaður Öryrkja­banda­lags­ins, sem sjálf­ur hef­ur glímt við geðhvörf, orðar þetta prýðilega á blaðsíðu fjög­ur í sama blaði og grein Jóns Bald­vins birt­ist.

Helgi Seljan.
Helgi Selj­an.

„Ég þekki eng­in dæmi þess að fólk sem greinst hef­ur með geðhvörf sé í stöðugum rang­hug­mynda­heimi. Það er al­ger­lega frá­leitt að halda því fram á nokk­urn hátt að taka beri minna mark á upp­lif­un þeirra sem greinst hafa með geðhvarfa­sýki, slíkt ber vott um fá­fræði og for­dóma.“

Of­an­greind orð Sig­ur­steins, sem duga auðvitað ein og sér til þess að jarða væg­ast sagt ósmekk­leg „rök“ og ít­rekaðar til­raun­ir Jóns Bald­vins til að út­mála Al­dísi dótt­ur sína sem ómark­tæk­an geðsjúk­ling, eru þó ekki eina rök­semd­in fyr­ir því að taka viðtal við hana í morg­unút­varpi Rás­ar tvö. Al­dís hef­ur það upp­áskrifað frá sér­fræðingi í klín­ískri sál­fræði, Gunn­ari Hrafni Birg­is­syni, að eng­in merki um geðhvörf fund­ust við skimun í ít­rekuðum viðtöl­um og per­sónu­leika­próf­um árið 2014. Einnig er hún með vott­orð frá lækni um and­legt heil­brigði sem gefið er út 2012. Um þetta fer Jón háðuleg­um orðum í grein sinni. Enda hent­ar það ekki málsvörn­inni um geðveiki Al­dís­ar að hún hafi verið greind með al­var­leg áfall­a­streitu­ein­kenni vegna kyn­ferðisof­beld­is í áliti sér­fræðings­ins en ekki geðhvörf. Þá hafa ásak­an­ir Al­dís­ar, sem hún hef­ur haldið á lofti í ára­tugi, um til­tek­in brot föður síns gegn kon­um verið staðfest­ar af þeim sjálf­um.

Al­dís staðhæf­ir í viðtal­inu að Jón Bald­vin hafi nýtt sér stöðu sína sem valdamaður í sam­fé­lag­inu þegar hann fór fram á að hún yrði lokuð inni á spít­ala. Það voru orð Al­dís­ar en ekki um­sjón­ar­manna. Að sjálf­sögðu fær Al­dís að halda þessu fram í þætt­in­um þegar hún get­ur stutt það gögn­um sem sýna fram á að Jón Bald­vin not­ar ým­ist bréfs­efni sendi­ráðsins eða titl­ar sig sér­stak­lega sem sendi­herra. Slíkt er með öllu óheim­ilt líkt og komið hef­ur fram í yf­ir­lýs­ingu ut­an­rík­is­ráðuneyt­is­ins. Frétta­menn eru ekki ábyrg­ir fyr­ir orðum viðmæl­enda sinna, en það hefði verið frá­leitt með öllu að birta ekki gögn sem sýna svart á hvítu að Jón Bald­vin gef­ur beiðni sinni sem for­eldri um að svipta dótt­ur sína frelsi aukið vægi með því að skrifa und­ir sem sendi­herra. Það er því hafið yfir vafa að hann reyndi að mis­nota aðstöðu sína hvað þetta varðar en það var hins veg­ar hvergi full­yrt af und­ir­rituðum að lækn­ar og heil­brigðis­starfs­fólk hefðu gefið af­slátt af sinni fag­mennsku þrátt fyr­ir til­raun­ir Jóns.

Hann og lög­regla þurfa síðan að út­skýra frek­ar hvers vegna af­skipti af Al­dísi eru skráð sem aðstoð við er­lent sendi­ráð. Því þannig er það svart á hvítu skráð hjá lög­reglu; „aðstoð við er­lent sendi­ráð“. Slík skrán­ing verður varla til í tóma­rúmi og sú ásök­un Al­dís­ar því rétt. Merki­legt nokk þá slepp­ir Jón Bald­vin því al­ger­lega í grein sinni að nefna þessi gögn sem þó eru veiga­mik­il rök fyr­ir því að birta viðtalið.

Sigmar Guðmundsson.
Sig­mar Guðmunds­son.

Sumt í grein Jóns er ekki bara rangt held­ur líka yf­ir­máta ósmekk­legt. Hann legg­ur sér­staka lykkju á leið sína til að velta því upp hvort Trygg­inga­stofn­un rík­is­ins ætti ekki að end­ur­skoða greiðslu ör­orku­bóta til Al­dís­ar af því hún hef­ur efa­semd­ir um grein­ing­una! Rétt er að hafa í huga að um ör­orku­bæt­ur var ekk­ert rætt í þessu viðtali og und­ir­ritaðir hafa enga hug­mund um hvort Al­dís fær slík­ar bæt­ur. Að sjálf­sögðu spyrj­um við hvorki Al­dísi né Trygg­inga­stofn­un um þetta að fyrra bragði. Þó það nú væri. Þetta eru afar viðkvæm­ar per­sónu­upp­lýs­ing­ar sem Al­dís ein hef­ur rétt á að op­in­bera og verður að telj­ast fá­heyrt að faðir opni slíka umræðu um dótt­ur sína, jafn­vel þótt í nauðvörn sé. Að hverju er verið að ýja? Að Al­dís hafi verið að blekkja Trygg­inga­stofn­un í því skyni að fá ör­orku­bæt­ur? Að morg­unút­varpið hafi brugðist skyldu sinni með því að upp­lýsa ekki málið? Eðli­lega get­um við hvorki né vilj­um fjalla um þetta, eða spurt Trygg­inga­stofn­un um málið án gagna.

Rétt er að taka fram að reynt var að hafa sam­band við Jón fyr­ir birt­ingu viðtals­ins til að fá viðbrögð en því var ekki svarað, auk þess sem því var haldið til haga í þætt­in­um að hann neiti staðfast­lega öll­um ásök­un­um um brot og áreitni. Að sjálf­sögðu stend­ur hon­um ennþá til boða að svara á sama vett­vangi.

Að lok­um þetta: Mál Al­dís­ar er þyngra en tár­um taki. Í ára­tugi hef­ur hún mátt þola þögg­un og út­skúf­un út af meint­um veik­ind­um sín­um. Í ár­araðir hafa fjöl­miðlar, und­ir­ritaðir þar ekki und­an­skild­ir, sýnt sögu henn­ar tóm­læti, jafn­vel þótt fólk sem grein­ist með geðhvörf sé ekki á nokk­urn hátt „í stöðugum rang­hug­mynda­heimi“. Blaðamenn geta ekki í dag af­greitt sögu henn­ar sem „geðveiki“ eða „fjöl­skyldu­harm­leik“. Fjöldi kvenna hef­ur staðfest ásak­an­ir henn­ar í gegn­um árin með því að stíga fram og segja frá hegðun Jóns Bald­vins. Al­dís styður mál sitt gögn­um, svo sem sjúkra­skýrsl­um, lækn­is­vott­orðum, lög­reglu­skýrsl­um og skrán­ingu, og svo sendi­ráðspapp­ír­um. Viðtalið við hana átti því fullt er­indi við al­menn­ing og von­andi er sá tími liðinn að hægt sé að af­greiða upp­lif­un þeirra sem glíma við and­leg veik­indi sem óráðshjal. Það væri vel hægt að leiðrétta fleira í grein Jóns Bald­vins Hanni­bals­son­ar enda tókst hon­um ekki einu sinni að veita full­nægj­andi upp­lýs­ing­ar um spyrl­ana í þessu viðtali. Þeir voru nefni­lega tveir en ekki einn.

Helgi er fyrr­ver­andi fréttamaður Kast­ljóss. Sig­mar er fyrr­ver­andi rit­stjóri Kast­ljóss.“

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert