Fordómar hjá heilbrigðisstarfsfólki gera það að verkum að iðkendur í hnefaleikum hér á landi leita síður til læknis vegna meiðsla.
Þetta er ein tilgáta sem sett er fram í nýrri meistararannsókn við heilbrigðisvísindasvið Háskóla Íslands um meiðsli í hnefaleikum á Íslandi.
„Ef leitað er til læknis hafa svörin verið á þá leið að viðkomandi sé heimskur að vera að stunda þessa íþrótt,“ segir Harpa Söring Ragnarsdóttir m.a. í samtali við Morgunblaðið en hún gerði rannsókn á hnefaleikafólki á Íslandi.