Mike Pompeo á leið til Íslands

Utanríkisráðherra Bandaríkjanna, Mike Pompeo, kemur til Íslands eftir viku.
Utanríkisráðherra Bandaríkjanna, Mike Pompeo, kemur til Íslands eftir viku. AFP

Ut­an­rík­is­ráðherra Banda­ríkj­anna, Michael R. Pom­peo, er á leið til Íslands í næstu viku. Hér mun hann eiga fund með Katrínu Jak­obs­dótt­ur for­sæt­is­ráðherra og Guðlaugi Þór Þórðar­syni ut­an­rík­is­ráðherra. Munu þau ræða mál­efni norður­slóða og fyr­ir­hugaða for­mennsku Íslands í norður­skauts­ráðinu auk vax­andi efna­hags­sam­skipta ríkj­anna tveggja. Þetta kem­ur fram í dag­bók ráðherr­ans fyr­ir næstu viku.

Pom­peo mun verða í Evr­ópu 11.-15. fe­brú­ar en hann mun fyrst fara til Búdapest, þaðan fer hann til Brat­islava, Var­sjár og Brus­sel. Þaðan fer hann til Íslands og verður hér á landi föstu­dag­inn 15. fe­brú­ar. 

Í Ung­verjalandi á hann fund með for­sæt­is­ráðherra lands­ins sem og ut­an­rík­is­ráðherra en mál­efni fund­ar­ins eru sam­starf í varn­ar- og ör­ygg­is­mál­um, orku­mál og mál­efni Úkraínu. Eins mun Pom­peo ræða við þá um áhrif Rússa og Kín­verja í Evr­ópu og nauðsyn þess að styrkja vest­ræna sam­vinnu. 

Í Slóvakíu á Pom­peo fund með for­seta lands­ins, for­sæt­is- og ut­an­rík­is­ráðherra þar sem ör­ygg­is­mál verða rædd. For­mennska Slóvakíu í  Örygg­is- og sam­vinnu­stofn­un Evr­ópu (ÖSE) auk fleiri mál­efna.

Síðar sama dag mun Pom­peo fara til Pól­lands þar sem varn­ar- og ör­ygg­is­mál verða rædd á fundi ut­an­rík­is­ráðherra ríkj­anna. Í Brus­sel á Pom­peo fundi með full­trú­um Evr­ópu­sam­bands­ins og víðtækt sam­starf Banda­ríkj­anna og ESB. Þar á meðal varðandi Venesúela og á fleiri sviðum.

Sjá nán­ar hér

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert