Ítrekað var óskað eftir áliti

Kjartan Magnússon.
Kjartan Magnússon. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Ítrekað var óskað eftir því í borgarráði að fá álit Persónuverndar um fyrirhugaðar aðgerðir Reykjavíkurborgar til að auka kosningaþátttöku í sveitarstjórnarkosningunum 2018.

Persónuvernd úrskurðaði á fimmtudaginn að borgin og Háskóli Íslands hefðu brotið lög með vinnslu persónuupplýsinga í aðgerðum sínum.

Persónuvernd tekur einnig fram að skilaboð sem send voru ungum kjósendum hafi verið gildishlaðin og til þess fallin að hafa áhrif á hegðun þeirra í kosningunum.

Fyrrverandi borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, Kjartan Magnússon, óskaði ítrekað eftir því í aðdraganda kosninganna að fá álit Persónuverndar á aðgerðum borgarinnar. Því var bæði frestað og síðar hafnað. Athugasemd hans í borgarráði eftir að tillagan var felld af meirihlutanum var færð í trúnaðarbók. Því birtist hún ekki í fundargerðum borgarráðs fyrr en eftir kosningar.

„Það er ljóst að það voru engin trúnaðarmál í þessu,“ segir Kjartan sem gagnrýnir vinnulag borgarinnar í málinu harðlega í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert