Lúmsk er sektarkennd þolandans

Eftir mikla þrautagöngu er Sævar Þór Jónsson lögmaður á góðum …
Eftir mikla þrautagöngu er Sævar Þór Jónsson lögmaður á góðum stað í lífinu í dag og hefur fundið jafnvægi milli vinnu og fjölskyldulífs. mbl.is/Kristinn Magnússon

Eftir að Sævar Þór Jónsson var beittur kynferðisofbeldi af þremur ókunnugum einstaklingum þegar hann var aðeins átta ára byrgði hann þá skelfilegu lífsreynslu inni og sagði ekki nokkrum manni frá því sem gerst hafði, ekki einu sinni foreldrum sínum.

Næstu þrjá áratugi eða svo fór hann á hnefanum, eins og hann orðar það, gegnum lífið; einangraði sig, var félagsfælinn og skaðaði sjálfan sig.

„Það er furðuleg tilfinning, þessi sektarkennd þolandans. Lúmsk en yfirþyrmandi og mér gekk illa að átta mig á henni. Tilfinningalíf mitt varð mjög flókið. Þótt maður eigi enga sök fer einhver mekanismi í gang sem gerir það að verkum að maður hugsar þetta í grunninn rangt og verður fullur af skömm og reiði. Þess vegna réðst ég á sjálfan mig. Það var þrautaganga að byggja upp sjálfsmyndina og komast gegnum lífið,“ segir Sævar í viðtali við Sunnudagsblað Morgunblaðsins. Eftir að hann varð fullorðinn stakk hann sér á bólakaf í vinnu. Til að gleyma.

Það var ekki fyrr en fyrir örfáum árum að uppgjörið hófst; annars vegar ýtti föðurhlutverkið við Sævari og hins vegar mál ungs manns sem hann tók að sér sem lögmaður.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert