Sjálfsávísanir lækna ekki stórt vandamál

Nauðsynlegt er fyrir lækna að hafa með sér lyf í …
Nauðsynlegt er fyrir lækna að hafa með sér lyf í vitjanir. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Embætti landlæknis hefur sent frá sér athugasemd vegna fréttar Stöðvar 2 um sjálfsávísanir lækna. Í athugasemdinni kemur fram að sjálfsávísanir lækna séu heimilar samkvæmt lögum og séu undir sérstöku eftirliti.

Ekki sé litið svo á að sjálfsávísanir og fíkn lækna sé umtalsverður vandi, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Undir þetta tekur Reynir Arngrímsson, formaður Læknafélags Íslands. Hann segir að árið 2018 hafi 1.500 læknar verið með læknaleyfi á Íslandi, rúmlega 500 hafi ávísað á sig lyfjum og í 10 tilfellum hafi landlæknir tekið mál til skoðunar. Af þessum tíu læknum voru þrír eldri læknar. Reynir segir niðurstöðuna betri en hann hafi gert sér í hugarlund.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert