Stórauknar tekjur Reykjanesbæjar

Frá Reykjanesbæ.
Frá Reykjanesbæ.

Tekjur Reykjanesbæjar af staðgreiddu útsvari launþega jukust um 1,5 milljarða milli áranna 2017 og 2018 og námu um 9,9 milljörðum.

Með því er Reykjanesbær fjórða tekjuhæsta sveitarfélag landsins í þessu efni. Til samanburðar var það í sjötta sæti 2017. Reykjavík hefur sem fyrr langhæstu útsvarstekjurnar. Þær námu um 72,3 milljörðum í fyrra sem er um 43% meira á nafnvirði en 2014.

Þrjú sveitarfélög höfðu rétt tæpa 10 milljarða í útsvarstekjur: Akureyri, Garðabær og Reykjanesbær. Er útlit fyrir að sex sveitarfélög hafi yfir 10 milljarða í útsvarstekjur í ár í fyrsta sinn í sögunni.

Í fréttaskýringu um tekjur sveitarfélaga í Morgunblaðinu í dag segir Sigurður Á. Snævarr, sviðsstjóri hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, tekjuaukninguna í takt við hækkandi laun í landinu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert