Uppgefnir á lokun gatna

Skólavörðustígur. Lokuð gatan var nær tóm um miðjan virkan dag …
Skólavörðustígur. Lokuð gatan var nær tóm um miðjan virkan dag í maí. Ljósmynd/Gunnar Gunnarsson

Tals­menn fjölda fyr­ir­tækja í miðborg Reykja­vík­ur hafa ritað borg­ar­stjórn opið bréf og mót­mælt lok­un gatna. Þeir segj­ast til þessa hafa talað fyr­ir dauf­um eyr­um borg­ar­yf­ir­valda.

„Við eig­um það öll sam­eig­in­legt að leggj­ast gegn lok­un­um gatna í miðbæn­um. Lok­an­irn­ar hafa skaðað rekst­ur okk­ar veru­lega und­an­far­in ár. Nú er mál að linni og kom­inn tími til að borg­ar­yf­ir­völd láti af öll­um fyr­ir­ætl­un­um um lok­un gatna,“ seg­ir í niður­lagi bréfs­ins.

Þau sem skrifa und­ir opna bréfið reka fyr­ir­tæki sem starfað hafa í miðbæn­um í 25 ár eða leng­ur. Sam­an­lagður viðskipta­tími þeirra 26 rekstr­araðila sem skrifa und­ir bréfið er 1.629 ár. Fyr­ir­tæk­in segj­ast hafa staðið vakt­ina í miðborg­inni þrátt fyr­ir opn­un Kringlu, Smáralind­ar og fleiri versl­un­ar­kjarna.

Kaup­menn­irn­ir segja að staðan í versl­un í miðbæn­um sé grafal­var­leg. Rót­gró­in fyr­ir­tæki séu að hverfa á braut og fleiri hugsi sér til hreyf­ings. Það sé ekki síst vegna götu­lok­ana á und­an­förn­um árum, að því er fram kem­ur í um­fjöll­un um mál þetta í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert