Uppgefnir á lokun gatna

Skólavörðustígur. Lokuð gatan var nær tóm um miðjan virkan dag …
Skólavörðustígur. Lokuð gatan var nær tóm um miðjan virkan dag í maí. Ljósmynd/Gunnar Gunnarsson

Talsmenn fjölda fyrirtækja í miðborg Reykjavíkur hafa ritað borgarstjórn opið bréf og mótmælt lokun gatna. Þeir segjast til þessa hafa talað fyrir daufum eyrum borgaryfirvalda.

„Við eigum það öll sameiginlegt að leggjast gegn lokunum gatna í miðbænum. Lokanirnar hafa skaðað rekstur okkar verulega undanfarin ár. Nú er mál að linni og kominn tími til að borgaryfirvöld láti af öllum fyrirætlunum um lokun gatna,“ segir í niðurlagi bréfsins.

Þau sem skrifa undir opna bréfið reka fyrirtæki sem starfað hafa í miðbænum í 25 ár eða lengur. Samanlagður viðskiptatími þeirra 26 rekstraraðila sem skrifa undir bréfið er 1.629 ár. Fyrirtækin segjast hafa staðið vaktina í miðborginni þrátt fyrir opnun Kringlu, Smáralindar og fleiri verslunarkjarna.

Kaupmennirnir segja að staðan í verslun í miðbænum sé grafalvarleg. Rótgróin fyrirtæki séu að hverfa á braut og fleiri hugsi sér til hreyfings. Það sé ekki síst vegna götulokana á undanförnum árum, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert