Maður á þrítugsaldri var hætt kominn í Sundhöll Reykjavíkur í gærkvöldi en hann hafði misst meðvitund þegar hann var að kafa í lauginni. Búið var að ná manninum upp og koma honum til meðvitundar þegar lögregla og slökkvilið höfuðborgarsvæðisins komu á vettvang.
Að sögn varðstjóra í slökkviliðinu var hann fluttur með sjúkrabíl á Landspítalann en starfsfólk og gestir sundlaugarinnar höfðu náð að hnoða í hann lífi og í dagbók lögreglunnar kemur fram að þetta hafi verið á tíunda tímanum í gærkvöldi.